Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 40
28
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
dómar 'hans einkar fróSlegir, sérílagi fyrir blaSamenn.
Hvort heldur hann var úti á sveitabýli sínu, eöa í bæn-
um, þá fékk hann öll morgunblöS Lundúna að rúm-
stokknum, á'Sur en hann vaknaSi á morgnana. Hann
svaf sjaldan lengur en til kl. hálf sex; þá kynti hann
sér í rúminu vandlega innihald blaSanna, bæSi sinna og
keppinauta sinna: fréttirnar, ritstjóragreinirnar, mynd-
irnar og auglýsingarnar. í stuttu máli, hvert tangur og tet
ur í þeim, og var búinn aS því um kl. 7. Um kl. 9 lét
hann Harry Price, skrifara sinn koma til sín, og las
honum fyrir i svefnklæSum og svefnherbergi sínu,—því
þar kunni hann best viS sig viS vinnu — forsögn sina
fyrir Daily Mail, Times eSa Evening News. Til dæmis
er hér ein fyrir Daily Mail, dags. 26. nóv. 1915
“Þessa morguns Daily Mail er fyrirtaks gott. Mér
þykir þaS aS, aS Þýskaland er dag af degi felt úr. Eg
fann upp á þessum útdráttum úr þýsku blöSunum og
yfir land alt vilja menn sjá þá; en þeir eru skornir niS-
ur í ekki neitt, ef nokkur minsta átylla fæst til þess. Eg
vona aS þeir verSi dálkur eftirleiSis, þangaS til aS- eg
segi aS hætta þeirn.
OrSin sem höfS eru eftir Napoleon, eru afar ó-
heppileg, þ. e. a. s., þau um England, aS England sé
varta á nefinu á Frakklandi. — Eg skil ekkert í, hvernig
annaS eins axarskaft getur komiS fyrir.
Mér likar illa greinin sem ræSst á innflutning
frakknesks vamings inn í England, þvi þaS er meining
og mergur greinarinnar, þá litiS er til innflutningsins nú
sem stendur.
Eg held vér ættum aS fara ítarlega út i efniS um
breska vinrækt. Mönnum mun þykja þau tíSindi mikil
furSa. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er blaSiS
raunar aSdáanlegt aS öllu leyti. Meira um drengi
borna á stríSstímum.”
Forsagnir Northcliffe voru festar upp á skrifstof-
unni til þess, aS ritstjórnar sveitin öll gæti kynt sér þær.
Þær voru ósparar á hólinu, en stundum beiskar aSfinn-
ingar og oftlega sambland af fínu skensi og gaman