Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 45
Tunglgeislinn.
Eftir Gunnar Gunnarsson.
(V. J, Eylands þVddi úr "Danmark Illustreret Almanak" 1916).
Kata gamla reis meö erfibismunum upp viö olnboga
í rúminu sínu, og nuggaði stirurnar úr augunum.
Hún hafði vaknað við einhvern hljóm, sem hún
vissi ekki hvaðan kom eða hvernig stóð á. Henni
fanst það líkast því, þegar kirkjuklukkum er hringt til
aftansöngs. En hvernig gat staðið á því? Hvaðan
kom þessi klukkna hljómur?1 Það var hánótt! Hvað
var þetta? — Hvers vegna var hún í rúminu í öllum
fötunum? Ósjálfrátt leit hún í kring um sig i litlu
stofunni sinni, og gat aðeins greint þá muni sem þar
voru inni, við daufa tunglskinsglætu, sem kom inn um
stóra stafngluggann að sunnanverðu.
Aldrei þessu vant voru rúðurnar óhélaðar. Nú
mundi hún það alt í einu. Það var aðfangadagskvöld
jóla. Þess vegna hafði hún komið inn með bala með
volgu vatni og þýtt héluna af rúðunum.. Hún gerði
það æfinlega á aðfangadagskvöldið — hún vildi lofa
stjörnum himinsins að skína á sig þessa helgu nótt.
En svo hafði henni alt i einu fundist hún vera svo
þreytt. Hún átti fjarska bátt með að búa um sig, og
enn bárra með að komast upp í rúmið. — Svo mundi
hún ekki meira. —
Hún hlaut að hafa sofið — eða þá fallið í yfirlið
— og legið þannig þangað til nú. —
Nú skildi hún klukkna hljóminn. Það var aftan-
söngur i kirkjunni. Hún furðaði sig á, að hún skyldi
ekki strax hafa þekt hljóminn. Þennan hljóm, sem
var henni svo kunnur og kær. — Þennan hljóm af gömlu
kirkjuklukkunum, sem nú um fimtíu ára skeið hafði