Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 48
36
ÓLAFVR 8. THORGEIRSSON :
börnin höfgu gleymt ab hugsa um jólagjafir handa
henni. ÞaS var í fyrsta skifti, sem þau höföu gleymt
því.
Henni þótti þó svo vænt um þessi börn. Hversu
oft höfSu þau ekki kallab á hana, þegar sólsetriö var
sérlega fallegt, eða n°rðurljósi.n leyftruðu með meira
litskrúði og tilbreytni en venjulega; þau vildu að hún
fengi að sjá það með þeim. Jú, það var nú reyndar
hún, sem í fyrstunni hafði opnað augu þeirra fyrir feg-
urð náttúrunnar. En hún hafði haft tvöfalda ánægju
af þvi, vegna þess, aö hún hafði getað opnað augu
þeirra fyrir þessu; og af því, að hún hafði fundið. aö
það hreif þau eins mikiö og hana og að þau fundu til
sömu ótakmörkuöu gleðinnar yfir því samtímis.
Og núna, þegar hún hugsaði um það aftur, jiá var
það í sjálfu sér synd, að vera vond við þau, þo að þau
hefðu gleymt henni þetta eina skifti.
Ef þau hefðu ekki verið svo upptekin, af að hugsa
um aftansönginn, sem auðvitað fylti hugi þeirra með
eftirvæntingu og gleði, þá hefðu þau munað eftir henni
eins og þau voru vön.
En hve þau mundu nú verða óánægð, er þau kæmu
heim, og sæju að þau hefðu gleymt henni. — Það eitt
ætti að verða henni nóg.
— Ó, Guð! þú mátt ekki láta mig deyja, áður en
bau koma til baka frá kirkjunni, — þá verða þau ó-
huggandi.
Það hrundu tár ofan kinnarnar á gömlu konunni
við þessa hugsun. Svo lá hún kyr um stund, án þess
að hugsa um nokkuð sérstakt. Hún leit eins °g ósjálf-
rátt út um gluggann móti suðri, og virti fyrir sér um
stund giltu stjörnurnar á blárri hvelfingu himinsins.
Svo leit hún niður að sjóndeildarhringnum. — Röð af
hvitum fjöllum langt í burtu. — Upp yfir þau öll gnæfði
iökullinn “Snæfell”, eins og kongur yfir þjóðinni. En
hve hún elskaði þetta fjall, sem eins og ímynd staðfestu
og óbrigðulleika hóf þarna kamb sinn mót henni.