Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 54
ÓLAFVk B. THORQEIRSSOti .*
tí
á hæöinm, er staðiö hefir yfir í tuttugu ár. Hún stend-
ur fjóröungi annarar mílu vegar vestur frá Domremy.
í eikilundinum þar rétt hjá, reikaSi Jóhanna oft og tíS-
um, sem í draumi, er hún var að hugsa um “Raddirn-
ar”. í jaöri skógarins stóS bækitréö, sem minst er á
í annálum í sambandi viö æskulíf hennar. Undir
yndislegu limi “Maítrésins” dansaði hún og söng og lék
barnleikum, en gekk oft ein úr hópnum aö — “tala við
Guö”.
1 dalnum fyrir neöan, skiftast á engjar og akur-
reinar, en i hlíðunum, sem liggja að, eru víngarðar og
vöxtulegir skógar.
Minningakirkja þessi er ekki sniðin að lögun
cftir föstu fyrirkomulagi neins tímabils, en vegleg er
hún og ber í hvívétna tign hinnar rómönsku listar, enda
miklast dalbúarnir mjög af henni. Vegghleðsla steins-
ins, sem tekin er þar úr hlíðinni, er sett bláum, lárétt-
um rákum af granit úr Vosgesfjalla-héraðinu, eigi all-
langt þaðan. Við höfuðdyrnar standa í fullri líkams-
stærð, líkneskjur af Jacques d’Ark og konu hans, Isabel
í fordyrinu, er knékrjúpandi ímynd barns, sem i skírn-
inni var nefnt Jehanne, eða Jehannette, og er hún um-
kringd mætustu dýrlingum sínum: hinum heilaga Mika-
el, hinni heilögu Katrínu og hinni heilögu Margrétu.
Að innanverðu er hún fagurlega prýdd sex múrkórónum
fmuralsj, og sýna þær hina helstu viðburði úr æfisögu
Meyjarinnar”. Hvelfingin er dásamleg tréskurðar-
listasmíði, gullþvegin öll, og máluð á svipaðan hýtt, sem
frumkirkjurnar fbasilicasj á öndverðum dögum kristn-
innar. Steindir glergluggar bera nöfn göfugra gef-
enda.
Niður í smáþorpinu, Domremy, rétt við rætur hæð-
arinnar, liggur krókótt stræti, einstakt og æfa-gamalt,
ofan með sóknarkirkjunni fram á bakka Meuse-elfunn-
ar. Ennþá er litla þorpið heillað af eldi og anda hinn-
ar heilögu hjarðmeyjar. Veitingahúsið er nefnt: Hó-