Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 58
Um Moliére.
Hann varð frægur undir nafninu “Moliére”, en hiS
rétta nafn hans var Jean Baptiste Poquelin.
FaSir hans var húsgagnasali og einn af hinum lög-
skipuöu umsjónarmönnum Lúövíks konungs XIII.
Jean var fæddur í Paris up,pi á lofti í húsgagna-
búöinni í janúar 1622. Verzlun fööur hans þreifst á-
gætlega, og drengurinn, sem óx upp til þess aö veröa ó-
dauölegur, fékk bezta uppeldi og góöa mentun. Hann
var aö eins 11 ára, þegar hann misti móöur sína, og má
vel vera, aö þaö sé ástæða fyrir því, hve leikrit hans
fjalla lítiö um móðurástina. Jean las lög, en hætti viö
þaö 21 árs gamall, og gekk þá í leikaraflokk, sem hin
fjölhæfa og fræga leikkona Madeleine Béjart stýrði.
Sagöi hann þá skilið viö lögfræöi og aðrar sýslanir, og
tók upp nafnið “Moliére”.
í tólf ár lék Moliére með farand leikflokki í sveit-
um Frakklands og varð ágætur í leiklistinni; þar fyrir
utan nam hann mikiö í veraldlegum fræöum, en sökk
jafnframt dýpra og dýpra niður í skuldir, sem faðir
hans varð aö taka aö sér til lúkningar.
Svo kom hann til Paris með leikflokk sinn þaul-
æföan. Vann á svipstundu ekki einungis hylli alþýö-
unnar, heldur einnig aðdáun við hina glæsilegu hirð
Lúövíks xiv. Undir vernd hins mikla einvaldskonungs,
samdi Mbliére hin beztu leikrit sín á næstu fimtán ár-
unum.
Hann var nú ' miklu áliti, bæöi sem skáld og leik-
ari. Sem gleðileika-skáld var hann viðurkendur meist-
ari og enn fremur sem meistari í leiklistinni. Hann var
leikari frá hvirfli til ilja. Alt, sem í honum var, talaði
—röddin, andlitið, augun, hendur og fætur—líkaminn
allur. Sem kennari við “leikæfingar” var hann óvið-