Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Qupperneq 68
>G
ÓLAFVR S. r'ilORG vikssóX :
að því, að lengja járnbrautina frá Dauphin norð-
vestur. Dauphin er um 190 mílur norðvestur frá
Winnipeg og er all stór bær. Jámbrautin var
lögð alla leið til Prince Albert, sem er einn af stærri
bæjunum í Saskatchewan. Brátt var farið að
nema land meðfram þar sem brautin átti að leggj-
ast. Sóttu menn einkum í Álftárdalinn, því að
þar voru landskostir ágætir. Kom fólk þangað úr
ýmsum áttum, frá Austur - Kanada, Bretlandti,
Bandaríkjunum og víðar. Meðal þeirra, sem þarna
settust að, voru nokkrir fslendingar, og skal nú
sagt nokkuð frá landnámi þeirra og veru þar.
Um 1898 voru allmargar íslenskar fjölskyldur
í Argyle-bygðinni, nýkomnar frá íslandi, sem ekki
gátu fengið land, því heimilisréttarlönd voru þá
flest eða öll tekin, en of hátt verð á landi til að
kaupa. Fýsti menn þessa að komast eitthvað,
þangað er unt væri að fá akuryrkjuland, og voru
ýmsar ráðagerðir viðvíkjandi landnámi. Sigurð-
ur Christophersson, bóndi að Grund í Argyle-bygð,
hafði haft allmikil afskifti af innflutningsmálum.
Hann tók sér ferð á hendur til Álftárdalsins sum-
arið 1897, til þess að skoða land þar. pegar hann
kom heim aftur, lét hann vel yfir landskostum, og
hvatti íslendinga, er landnæðislausir voru, til að
flytja þangað. petta varð til þess, að fundur var
haldinn að heimili Skapta bónda Arasonar í Argyle,
veturinn 1897—1898, og var á þeim fundi rætt um
flutninga þangað. Sig. Christophersson var á
fundinum beðinn að fara aftur til Áifárdalsins og
biðja um lönd þar fyrir nokkrar fjölskyldur.
Fyrstu menn, sem fluttu sig búferlum frá
Argyle til Álftárdalsins, voru þeir Ágúst Vopni og
Gunnar Helgason. peir lögðu af stað 15 júní vor-
ið 1898 með alla sína búslóð á vögnum, sem uxum
var beitt fyrir; öðru var ekki til að dreifa. peir
fóru beinustu leið, en seint sóttist ferðalagið, sem