Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 69
ÁtMANAÉ.
61
von var, og voru þeir heilan mánuð á leiðinni.
Land var þá alt óbygt í dalnum, er þeir komu þar,
en veturinn áður hafði stjórnin látið höggva ak-
braut frá Dauphin yfir Andafjöllin. Gat það þó
naumast kallast vegur, jþví allar keldur og læki urðu
þeir áð brúa, er þeir komu að þeim, til þess að kom-
ast yfir; aðeins skógurinn var ruddur, svo að fara
mátti í gegnum hann. Járnbrautina var þá búið
að leggja til Sifton, sem er skamt fyrir norðan
Dauphin, og var þá byrjað á að byggja hana þaðan
til Álftárdalsins. peir Ágúst og Gunnar settust
að vestar en í miðjum dal. Voru þeir fyrstu fs-
lendingarnir, er námu þar land. Um haustið komu
þangað tvær aðrar íslenskar fjölskyldur, Snorri
Sigurjónsson með sitt fólk, og Ingveldur Einars-
dóttir með sonum sínum. Ingveldur þessi and-
aðist fyrir nokkrum árum hjá einum sona sinna í
Saskatchewan. Síðar komu fleiri og fleiri og
námu land.
Um þessar sömu mundir, var allmargt íslenskt
fólk í Mouse River bygðinni í Norður Dakota, sem
vildi flytja þaðan. Sú bygð er, sem kunnugt er,
norðan til í Norður Dakota ríkinu, langt fyrir vest-
an aðalbygðina íslensku í Pembina County.
Halldór Eigilsson var þá búsettur þar. Hann
fór ásamt Sumarliða nokkrum Kristjánssyni um
vorið 1899 norður til Kanada, til þess að leitast um
eftir ónumdu landi. Halldór hafði í huga að setj-
ast að nálægt Morden, suður undir landamærunum,
því þar var þá að byggjast, en eftir að hann og
Sumarliði höfðu ráðfært sig við Wilhelm Paulson,
sem þá var innflutninga umboðsmaður hjá stjórn-
inni, og fengið upplýsingar hjá honum, afréðu þeir
að flytja til Álftárdalsins. peir héldu því heim
aftur til Mouse River og sögðu frá hvers þeir hefðu
oiðið vísari. Komst þá allmikil hreyfing á í bygð-
inni og hugðu margir til burtflutnings þaðan. Um