Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Qupperneq 70
ÓLAf'VR 8, THOROEIR8SOX !
haustið fluttu þeir Halldór og Sumarliði norður og
fylgdi þeim æði stór hópur af fólki. Var þá bú-
ið að byggja járnbrautina til Cowan, sem er hér um
bil 30 mílur þaðan sem þeir völdu sér bústað. Fóru
menn með búslóð sína í vögnum frá Cowan. En
svo voru vegir vondir, að menn gátu ekki komið
þungavarningi með sér alla leið og urðu að skilja
eftir sumt af búslóð sinni á leiðinni. Var sumt af
því sótt síðar en sumt tapaðist alveg. Landið
var alt skógi vaxið og bleytur afarmiklar. Var
lítt árennilegt fyrir fátækt fólk að setjast þar að.
En, eins og tíðast mun um landnámsmenn og frum-
byggjendur, höfðu menn óbilandi kjark og vonin
um betri framtíð fleytti þeim yfir mestu örðug-
Íeikana. Kunna landnámsmenn í öllum bygðum
hér vel þá sögu um basl og erfiði fyrstu áranna, því
það var eigin reynsla þeirra allra. Sjaldgæft er þó,
að menn kvarti undan því, eða að þeim finnist að
þeir hafi tapað miklu af gæðum lífsins, þótt nokk-
ur ár gengju í þessa hörðu baráttu. Sigur sá, er
þeir alloftast hafa borið úr býtum, hefir meira en
bætt það upp.
pannig eru tildrögin til landnáms íslendinga í
Álftárdalnum. Flestir, sem þangað komu, höfðu
áður dvalið, lengur eða skemur, í tveim öðrum bygð-
um, Argyle og Mouse River. peir voru aldrei
margir, og sumir þeirra hafa horfið þaðan aftur,
eins og gengur, hafa sest að annarstaðar, og sumir
eru nú dánir. Skal nú gerð nánari grein fyrir
hverjum út af fyrir sig, eítir því sem föng eru til;
svo og minnast þeirra, er hafa komið þangað síðar
og sest að, en ekki geta talist landnámsmenn þar.
Jakob Ágúst Vopni. — Hann er fæddur á
Ljótsstöðum í Vopnafirði 1. febrúar. 1367, og alinn
upp þar. Faðir hans var Jón Jónsson, timburmað-
ur, sem lengi bjó á Ljótsstöðum. Var hann mað-