Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Síða 72
60
ÓLAFUR B. TSOROElRBBOlf .*
í Vopnafirði. Árið 1892 fluttust þau til Ameríku
og settust þá að í Argyle-bygðinni. par dvöldu
þau sex ár. Vorið 1898 fluttust þau til Álftár-
dalsins, eins og sagt hefir verið frá hér að framan,
og hafa búið þar síðan. Börn þeirra hjóna eru:
Aðalbjörg, gift Magnúsi Gillis, þau búa í Wynyard,
Sask.; Sigurlaug Jósefína, gift Eggert Sigurðs-
syni, bónda skamt frá Swan Eiver; Jóna Amþrúð-
ur, í Winnipeg; Jón Valdimar, Árni, Ágúst, Hall-
dór og Anna Sigríður, öll heima í föðurgarði.
Ágúst Vopni var, eins og á hefir verið minst,
fyrsti fslendingur, annar en Gunnar Helgason, sem
settist að í Álftárdalnum. Hann kom þangað ná-
lægt miðju sumri í júlí, og bygði þá bráðarbyrgðar
hreysi yfir höfuð sér, en um haustið kom hann sér
upp betra skýli fyrir veturinn. Hús það, sem
hann bygði um haustið, var úr bjálkum úr skógn-
um á landinu, sem hann hafði numið, cg var 14 fet
á lengd og jafn breitt. Börn hans voru fimm, svo
að sjö manns voru í fjölskyldunni. En er hann
var að byggja húsið, kom þangað annar landnemi,
Snorri Sigurjónsson, og bað Ágúst að skjóta skjóls-
húsi yfir sig, því þá var orðið áliðið hausts, komið
fram í nóvember mánuð. Ágúst sagði honum, að
húsrúm væri nóg og væri honum velkomin vetur-
vist með sér. f fjölskyldu Snorra voru þá fjögur
börn, og það fimta fæddist um veturinn. Urðu
þá fjórtán manns í húsi, sem var fjórtán fet á hvorn
veg; og má geta nærri, að ekki hafði verið . hús-
rými afgangs, þegar allir voru innan veggja.
Eitt með öðru, sem sýnir erfiðleikana og ó-
þægindin, er atvik, sem kom fyrir fyrsta sumarið.
Ágúst hafði flutt með sér nokkrar kindur frá
Argyle. Um sumarið ætlaði hann að slátra lambi,
en vegna þess, að ekki var nóg salt til heima, varð
hann að fara 20 mílur eftir því, til Minnitonas.
pegar hann kom heim aftur, voru kindurnar týndar,