Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 76
64
ÓLAFUH 8. TÉOROEIRSSON .*
Hún dó árið 1900. Gunnar fluttist til Ameríku
árið 1893 frá Vopnafirði. Settist hann fyrst að í
Argyle-bygðinni og bjó þar 5 ár. 1898 fluttist
hann til Álftárdalsins og nam þar land, og þar bjó
hann til dauðadags 1921. Börn þeirra Gunnars
og konu hans voru 6 og eru öll á lífi: Helgi Hall-
grímur og Jósep Sigurður búa á föðurleifð sinni.
Bergþór á heima á Oak Point. Ólafur Guð-
mundur. Jóna Aðalbjörg er gift Jóni Sæ-
mundssyni, sem er búsettur í Swan River bænum,
og Margrét Sigríður er nýgift enskum manni, W.
H. Woodcock að nafni. Tvö yngstu börnin voru
að mestu leyti alin upp af öðrum, eftir lát móður
sinnar. ólafur hjá Finni Bjamasyni og Margrét
i'yrst hjá Halldóri Eigilssyni, en síðar hjá Jóhanni
Sveinssyni.
Eftir lát konu Gunnars, stýrði búi hjá honum
Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Andakýl í Borgar-
firði. Kom hún frá íslandi um aldamótin og er
nú tii heimilis hjá Jóni Sæmundssyni í Swan Riv-
er.
Gunnrr var allvel efnum búinn og dugnaðar-
maður. Hann tók góðan þátt í félagsmálum, söfn-
uði og ler trarfélagi. Var hann maður vel skyn-
samur, gleðimaður hinn mesti og mjög vel látinn af
öllum er þektu hann. Æfiminning hans birtist í
Hemskringlu skömmu eftir lát hans, og er þar
greinilega sagt frá ætt hans. Var hann yfir höf-
uð að tala, einn af merkustu mönnum sinnar bygð-
ar, þektur af mörgum og ávalt að góðu, eftir sögn
íágranna hans.
Halldór Jóhannes Egilsson. — Egill faðir Hall-
dórs, var sonur Halldórs prófasts Ásmundssonar
að Melstað í Miðfirði í Húnvatnssýslu. Kona Hall-
dórs prófasts, var Margi-ét Egilsdóttir, Jónssonar,
prests á Staðarbakka í Miðfirði. En kona Egils,