Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 78
66 ÓLAFVR S. THOROEIRSSON :
Sigurði Jóhannessyni, frænda hennar, en fór sjálf-
ur til Norður Dakóta. par dvaldi hann B ár í ís-
lenzku bygðinni í Pembina County, en fluttist þá
til Mouse River, iþar sem hann bjó 9 ár. paðan
fluttist hann til Álftárdalsins 1899; fór fyrst skoð-
unarferð þangað með Sumarliða Kristjánssyni, eins
og um hefir verið getið hér að framan. Halldór
nam land um 12 mílur vestur þaðan, sem nú er
Swan River-bær. Járnbrautin var þá komin til
Cowan og var mjög ógreitt yfirferðar. Sem dæmi
um efnahag Halldórs á þeim árum má geta þess,
að fyrst framan af átti hann enga skepnu til drátt-
ar. Var hann búinn að vera tvö ár í bygðinni áð-
ur en hann eignaðist uxa. Bömin voru sex og öll
fremur ung. Hann bygði sér bjálkakofa ómerki-
legan á bakka Woody-áar hinnar minni, og er nú
orðið'alt öðru vísi um að litast þar, en þegar Hall-
dór kom þangað fyrst.
Börn þeirra Halldórs og Margrétu eru: Egil-
sína Sigurveig, gift Sæmundi Helgasyni; Jón Jóh-
ann, nú heima hjá föður sínum, misti konu sína
Hildi Stefánsdóttur, Björnssonar fyrir tveimur ár-
um; A'rnór Konráð, heima hjá föður sínum, býr i
félagi við hann, giftur pórunni Salóme Oliver frá
Selkiidc; Helga Sigurrós, gift Jóhanni Bjömssyni;
Kristján Halldór, heima hjá föður sínum, einhleyp-
ur maður; Jónas, git'tur konu sem Ethel heitir,
af norskum og sænskum ættum, þau búa í Álftáv-
dalnum.
Halldór hefir verið fjörmaður hinn mesti eft-
ir útliti að dæma. Hann er enn ern og hvatlegur
í hreyfingum, þrátt fyrir 72 ára aldur. Kona hans
er búin að vera blind nokkur ár. Búskapur Iíall-
dórs er í besta lagi. Eiga þeir, hann og synir hans,
sem heima eru, eina fermílu (section) af vel rækt-
uðu landi, og íbúðarhús Halldórs, er hið vandaðasta.
Er það hitað með heitri vatnsleiðslu og lýst með
rafmagni. Mun það vera hið langvandaðasta hús,