Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Qupperneq 82
iá
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
Jt
Jón Sigurðsson er fæddur á Indriðastöðum í
Skorardal í Borgarfjarðarsýslu 5. sept. 1874. For-
eldrar hans voru Sigurður Jónsson frá Deildar-
tungu og Ingveldur Jónsdóttir frá Snældubeins-
stöðum 1 Reykholtsdal. Jón er 1 föðurætt af svo-
nefndri Tunguætt, sem er nafnkend í Borgarfirði,
komin frá Birni Jónssyni Arasonar biskups og Agli
Skallagrímssyni. pegar Jón var 8 ára gamall,
fluttu foreldrar hans að Engjalandi í Lundarreykja-
dal og þaðan eftir 4 ár að Stóra Kroppi í Reyk-
holtsdaí. Faðir hans dó eftir fjögra ára veru þar,
og var Jón eftir það eitt ár hjá móður sinni, flutt-
ist þá út á Akranes og nam trésmíði hjá Ásbimi
Óiafssyni. Síðan vann hann við smíðar til 1896, er
hann fluttist til Ameríku. Dvaldi hann fyrst til og
frá: í Winnipeg, Argyle-ibygð, við Manitobavatn og
í Keewatin. Árið 1898 í desember mánuði fluttist
hann til Álftárdalsins og nam þar land. Hafði
bróðir hans, porbjörn að nafni, farið þangað um
vorið og fest sér land, og sömuleiðis Jóni og móður
þeirra.
Jón var nýstaðinn upp úr legu í Winnipeg, er
hann lagði af stað í landnámsferð sína. Dvaldi
hann fyrst hjá Gunnari Helgasyni, meðan hann og
bróðir hans voru að koma sér upp skýli. Fóru þeir
sex mílur kvöld og morgna meðan þeir voru að
byggja. Komu þeir fyrst upp fjósi og síðan íveru-
húsi úr bjálkum. Höfðust þeir við í fjósinu meðan
þeir voru að byggja íveruhúsið, og höfðu hesta sína
í öðrum enda þess. Vildi þeim þá það óhapp til, að
eina nóttina kviknaði í fjósinu og mistu þeir þar
töluvert af matvælum og fatnaði. peim tókst að
slökkva eldinn, þótt Jón ætti erfitt með að hreyfa
sig. Hafði hann stigið á nagla og meiðst allmikið
á fæti nokkru áður. pegar húsasmíðinni var lokið,
fluttist Jón á land sitt. Hann býr nú góðu búi og
hefir eignast meira land síðan.