Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Síða 83
ALMANAK.
n
Kona Jóns heitir Margrét Sigmundsdóttir, og
er ættuð úr Skagafirði. pau hjón eiga ellefu Ibörn
á lífi og eru >au öll heima.
Heimili Jóns er um 15 mílur frá Swan River •
bænum. Býr hann nokkuð afsíðis frá hinum íslend-
ingunum í dalnum og eru nágrannar hans allir
enskumælandi fólk. pykir honum, sem von er,
erfitt að halda við íslenzku máli í fjölskyldu sinnt
Samt er hann góður íslendingur og má hver, sem
heimsækir hann, eiga von á skemtilegum við-
ræðum.
Jón er maður vel greindur og býr að gamalli
og góðri heimilismentun frá íslandi. Finst honum
mentun unglinga hér í landi ekki eins haldgóð og
búast mætti við og af er látið. í viðtali við Jón
kemst maður fljótt að raun um, að hann hugsar
mikið, en er, ef til vill, ofur lítið einhæfur í sumum
sikoðunum sínum.
Ingveldur Jónsdóttir, móðir Jóns, nam land í
Álftárdalnum og dvaldi þar nokkur ár, unz hún
fluttist til Mfros í Saskatchewan, og þar dó hún árið
1920. Hún var sæmdarkona hin mesta, og lagði á
sig mikið erfiði oft og einatt til þess að líkna öðr-
um. Stundaði hún ljósmóðurstörf, og tókst það
ágætlega. Leituðu bæði fslendingar og aðrir til
hennar. Ferðaðist hún oft fótgangandi eða á hest-
baki gegn um skóga og um vegleysur og fékk oft
litla eða jafnvel enga þóknun fyrir ómök sín, því
margir voru fátækir og áttu óhægt með að greiða
fyrir hjúkrunarstörf. Hún var þá komin á gamals
aldur, en ekki aftraði það henni frá að rækja verk
sitt. Má hún, að sögn þeirra, er þektu hana, teljast
með merkustu íslenzkum konum, sem eytt hafa
síðari árum æfinnar hér vestra.
prír synir hennar, aðrir en Jón, námu land í
Álftárdal: porbjörn, sem áður er nefndur. Hann