Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 85
ALMANAK.
heimili J. A. Vopna. Er þar útsýni gott yfir bygð-
ina umhverfis og til fjallanna báðu megin dalsins.
Kona Jóns heitir Guðrún porbergsdóttir Fjeld-
sted. Móðir hennar var Helga Guðmundsdóttir
frá Hamarendum í Borgarfirði. Systkini Guðrún-
ar eru mörg, þar á meðal Guðmundur, fyrrum þing-
maður, í Nýja íslandi. porbergur faðir hennar er
niú háaldraður maður. Bjó hann lengi í Mikley í
Winnipegvatni, en er nú til heimilis í Selkirk. Er
sú ætt vel þekt bæði hér og á íslandi. pau Jón og
Guðrún eiga ö börn: Ingiríði, Helgu, Lilju, Eggert,
Kristínu' og Láru, sem öll dvelja heima hjá for-
eldrum sínum.
Jón Eggertsson býr laglegu búi. Hann er
dugnaðarmaður mesti og vel látinn af öllum, sem
hann þekkja; enda er hann mesti spektar og geð-
prýðis maður. Hann er skynsamur vel og fróður
um marga hluti; skemtilegur í tali og fyndinn, en
berst lítt á. í íslenzkum félagsmálum bygðarinn-
ar hefir hann tekið þátt frá því er hann fyrst kom
þangacV f Winnipeg stundaði Jón “plastrara” iðn
og vegnaði vel meðan hann var þar.
Gottskálk Pálsson ættaður úr Kelduhverfi í
Norður pingeyjarsýslu, af Fjalla-ætt svo nefndri.
Gottskálk kom til Ameríku árið 1887. Settist hann
að í Nýja íslandi og nam land þar. Bjó þar 3 ár og
fluttist síðan í svo nefnda Hólabygð fyrir norðan
Glenboro. par var hann 8 ár. Fluttist þaðan til
Álftárdalsins 1899 og nam þar land á ný. Gottskálk
dó fyrir þremur árum. Kona Gottskálks heitir póra
Jónsdóttir. Móðir hennar hét Bóthildur. Bjuggu
þau hjón á bæ þeim er Hvarf heitir í Suður-ping-
eyjarsýslu. póra er enn á lífi og til heimilis hjá
dóttur sinni Kristínu, sem er gift kanadiskum
manni, Roy Sedmore að nafni frá Ontario. Búa