Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 88
?6 ' ÖLAFVR 8. THORGEIRSSON :
býr nú . annarsstaðar. Hann er orðinn háaldraður
maður og þrotinn að heilsu.
Jónas er tvígiftur. Fyrri kona hans hét Guð-
björg Jónsdóttir, ættuð af Skagaströnd. peirra
börn eru: Solveig, kona Einars Einarssonar bónda
í grend við Bowsman; Jónasína, kona Guðm. Lax-
dals; Júlíana, kona Bjarna Finnssonar; Guðný,
kona Einars Breiðfjörðs í Upham, Norður Dakota,
og Ingveldur á fslandi. Síðari kona Jónasar er Jó-
hanna Jóhannsdóttir, líka af Skógaströnd. Börn
þeirra eru: Kristín, gift enskum manni í Bows-
man; Guðrún, einnig gift enskum manni og á heirna
í sama stað; Guðbjörg Ingibjörg heima; Halldór,
bóndi nálægt Bowsman, á enska konu, og Jóhann
heima hjá föður sínum.
Guðmundur Laxdal.—Ættaður frá Laxárdal á
Skógaströnd í Snæfeilsnessýslu, fæddur 1864. For-
eldrar hans voru Jóhann Jónsson og Ingibjörg por-
kelsdóttir. Guðmundur kom til Ameríku árið 1887.
Dvaldi hann fyrst 12 ár í Norður Dakota, í Pem-
bina County og Mouse River. Fluttist til Álftár-
dalsins og nam þar land 1899, og hefir búið þar
síðan. Voru þeir Halldór Egilsson og hann í félagi
fyrst framan af og hafa ávalt verið nágrannar.
Kona Guðmundar heitir Jónassína Guðrún, dóttir
Jónasar Daníelssonar, sem sagt hefir verið frá hér
að framan. Börn eiga þau níu á lífi, og er ein
dóttir þeirra, Kristín að nafni, gift enskum manni
í Swan River.
Jóhann Laxdal, hálfbróðir Guðmundar, er
fæddur árið 1868. Faðir hans var Jónas Jónasson
af Skógaströnd. Hann kom til Ameríku árið 1888,
og dvaldi fyrst í Sandhæðabygðinni í Norður Dak-
ota og síðan í Mouse River. Til Á'lftárdalsins flutt-
ist hann 1899 og nam land á sömu fermílu og Jón