Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 90
!$
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
þar 1899. Síðan hefir hann búið þar þar til fyrir
tveimur árum, að hann brá búi og settist að í
Bowsman. Kona hans er Borghildur Finnsdóttir
Bjarnasonar.
Sigurbjörn Friðbjörnsson Byron.— Faðir Sig-
urbjörns, Friðbjörn Pétursson, bjó lengi í Stóra-
gerði í Óslandshlíð. Kona hans var Sigurborg Jóns-
dóttir, frænka séra Sigurðar frá Stóranúpi og
Gríms Thomsen.
Kona Sigurbjörns er Guðbjörg Oktavía Helga-
dóttir Daníelssonar frá Hrollaugsstöðum á Langa-
nesi. Kona hans var Jakobína Sæmundsdóttir.
Helgi Daníelsson dvaldi um hríð að Garðar í Norð-
ur Dakota.
Sigurbjörn fluttist til Ameríku árið 1884.
Dvaldi hann fyrst um sinn í Winnipeg og svo á
ýmsum stöðum í Norður Dakota, þar á meðal í
Grand Forks og í Mouse River bygðinni. Til Álft-
árdalsins fluttist hann 1899, nam þá land og hefir
búið þar síðan í nágrenni við Jón Hrappsteð og Jó-
hann Laxdal.
Börn þeirra Sigurbjörns og Guðbjargar eru
þessi: Elanche, gift manni sem Frank Singer
heitir, og eru þau til heimilis í Swan River; Anna,
gift enskum manni, George Shell að nafni; þau búa
skamt frá Sigurbirni; Garibaldi, Daníel, Rosefield,
Friðrika pórdís, Victor, Clara. Theodora, Adolf
Bertel og Vilhjálmur Júlíus, heima.
Jón Sigurðsson.—Fæddur á ölvaldsstöðum í
Borgarhrepp í Mýrasýslu og uppalinn þar. For-
eldrar hans, Sigurður Jónsson og Sezelja Jóncdótt-
ir, bjuggu allan sinn búskap á ölvaldsstöðum og
sömuleiðis faðir Sigurðar, Jón Árnason.
Jón kom frá íslandi fyrir 25 árum. Settist
hann fyrst að í Brandon og var þar 14 ár. Vann