Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 92
80
ÓLAFUR 8. THOROEIR8BON :
landi, Dakóta og- Winnipegosis. Til Álftárdalsins
kom hann 1902 og nam þar land. Bjó þar síðan
til dauðadags 1921. Kona hans hét Ástaþóra Jón-
asdóttir, og var móðursystir séra Jóhanns Bjarna-
sonar í Árborg. Hún dó 1907. Börn þeirra eru
öll dáin.
Sumarliði Kristjánsson, sá sem áður hefir ver-
ið nefndur í sambandi við landnám íslendinga frá
Mouse River-bygð í Norður Dakóta, er þeir byrjuðu
að flytja til Álftárdalsins, er ættaður af ísafirði.
Hann er bróðir Jóns Kristjánssonar, sem nú býr í
Grunnavatnsbygð. Sumarliði bjó um tíma í Álft-
árdalnum, nam þar land og keypti í viðbót. Hann
á nú heima í Kaliforníu. Er Sumarliða og Jóns
bróður hans getið í landnámssögu Mouse River
bygðar í Almanaki þessu.
Guðríður Kristjánsdóttir, systir Sumarliða,
settist að í Álftárdalnum 1902. Maður hennar var
Jón Guðmundsson og bjuggu þau á Bæ í Súganda-
firði í ísafjarðarsýslu. Hann druknaði og tók þá
við búsforráðum hjá henni Halldór bróðir Jóns. Árið
1901 komu þau Guðríður og Halldór til Ameríku,
voru eitt ár á Baldur, og síðan í Swan River, þangað
til fyrir þremur árum; síðan hafa þau verið á Lund-
ar, Man.
ólafur Jakobsson og Jakob Halidórsson frænd-
ur, ættaðir úr Húnavatnssýslu af Samsonarætt þar,
sem margir kannast við. þeir komu frá Mouse
River til Álftárdalsins árið 1901, og námu þar lönd
í nágrenni við Halldór Egilsson. Með þeim var
Guðríður ólafsdóttir, móðir Jakobs. Hún dó fyr-
ir nokkrum árum. Ólafur fluttist fjrrir skömmu
til Árborgar, og hefir dvalið síðan í grend við Ár-
borg. Hann er orðinn maður aldraður. Jakob
er til hei-milis hjá pórdísi Samson, og sér um bú
með henni.