Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 22
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
steininum er sléttur flötur og greypt í hann eirtafla með
þessari áletrun:
“The largest Icelandic settlement in the United States.
Pembina, Hallson, Akra 1878. Mountain, Gardar 1879.
Erected by the Pembina County Pioneer Daughters on
the site of the first Icelandic Lutheran Church in Ameri-
ca 1884.” (Stærsta íslenzkt landnám í Bandaríkjunum.
Pembina, Hallson, Akra 1878. Mountain, Garðar 1879.
Frumherjadætur Pembinahéraðs reistu á stæði fyrstu
íslenzku lútersku kirkjunnar í Vesturheimi 1884).
Eins og Mrs. Ólafson tók fram í ávarpi sínu, lögðu
margir hönd á plóg að því að koma upp þessum land-
nema minnisvarða; nutu konumar í því efni örlátrar að-
stoðar margra karlmannanna í byggðinni og nágrenninu,
um aðflutninga og byggingu minnisvarðans. Mestan og
beztan hlut átti þó þar að máli Carl Hanson, byggingar-
meistari frá Winnipeg, sem umsjón hafði með verkinu,
og gerði það með svo mikilli prýði, að frumherjadæt-
umar sæmdu hann í þakkarskyni skrautrituðu heiðurs-
skirteini, sem honum var afhent við afhjúpunina.
Með því að reisa íslenzku landnemunum í Norður-
Dakota þetta verðuga og óbrotgjama minnismerki hafa
frumherjadætumar þar í byggð sýnt fagra ræktarsemi
og unnið þjóðræknisverk, sem meta ber og þakka að
verðleikum. En óhögguð standa þau orð öndvegisskálds-
ins norska, að í auðugum minningum búi frjómagn til
dáða; þessvegna er það einnig menningarleg framsýni
að hlúa að slíkum minningum.
(Ætlunin var, að mynd af minnisvarðanum fylgdi
þessari grein, en hún reyndist eigi fáanleg. Mun hiin því
koma í næsta árgangi. — Ritstj.)