Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 23
LANDNAM ISLENDINGA
SUNNAN VIÐ QUILL VÖTNIN
Eftir H. J. Halldórson.
Sorgarsaga hinna fyrstu landnema í Ameríku hefur
þegar verið skráð og flestum nú kunnug. En íslenzki
kjarkurinn, þolinmæðin og vonin báru sigur úr býtum.
Ekki leið á löngu, þar til öll stjómarlönd þar sem tslend-
ingar settust að, bæði í Canada og Bandaríkjunum, beg-
gjamegin landamæranna, voru tekin af fyrstu fjölskyldu
feðrum þessara íslenzku innflytjenda og nokkurra ann-
ara þjóða, sem slæddust inn á svæðið. Afleiðingin varð
eðlilega sú, að þegar afkomendur þeirra höfðu náð full-
orðinsaldri, fór hin meðfædda sjálfstæðisþrá ungmenn-
anna að hreyfa sig, og ásetningurinn að afla sér varan-
legri bólfestu, örfaði þá í nýja landaleit.
t byrjun þessarar tuttugustu aldar bar töluvert á út-
flutnings hreyfingu yngri og jafnvel eldri Islendinga í
vesturhluta af Pembina héraði og austurhluta Cavalier
héraðs í Norður Dakota, einni af elztu íslenzku nýlend-
umrm í Ameríku.
Um veturinn 1903-04 komu fréttir frá nokkmm íslend-
ingum, sem þegar voru búnir að setja sig niður við Foam
Lake og Fishing Lake vötnin í Saskatchewan fylki í
Canada, eða réttara sagt, North-West Territory, því
fylkið náði ekki löggilding fyrr en árið 1905. Þær fréttir
urðu til þess að draga athygli margra að því landflæmi,
sem á því svæði var nýlega búið að opna til landtöku,