Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 27
ALMANAK
29
skrifaði eg póststjóminni í Ottawa. Benti henni á þennan
stóra hóp, sem væri að setjast að í nýlendunni og kvað
nauðsynlegt að stofnað yrði pósthús eða póstafgreiðsla
strax og þangað væri komið. Eftir nokkur bréfaviðskifti,
bæði eftir og áður en setzt var að, gekkst eg undir að
taka að mér póstafgreiðslu í bráð á mínu heimili (N.E.
30-32-15-), sem var heimilisréttarland föður míns. Fyrsta
Fyrsta heimilið, búðin og “Sleipnir”-pósthúsið 1905.
ágúst það sumar var fyrsta pósthús nýlendunnar stofnað,
á þessum áminnsta stað. Gaf eg því nafnið á hesti Óðins
“Sleipnir” úr Goðafræðinni. Byrjaði eg svo á verzlun í
bjálkakofa við hliðina á ívemhúsinu í desember mánuði
það haust. Byggði svo búð árið eftir stutt frá húsinu, sú
bygging var flutt inn á Wynyard bæjarstæði í marz, 1908,
og voru 17 uxar notaðir til að draga bygginguna. Vega-
lengdin var þrjár mílur.
Á meðan verið var að koma upp bráðabirgðar heim-
ilum, þurfti einnig að afla sér fóðurs fyrir skepnur. Var
það auðvelt hvað grassprettu snerti, því það stnnar var
ágætis grasvöxtur, svo hey var víða hægt að slá, þó ekki
væri regluleg engi. Sumir fóru einnig að brjóta dálitla