Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 31
ALMANAK
33
þó hún væri í smáum stíl, kom sér vel þegar fólk settist
að í því nágrenni um vorið, að skreppa til Jóns eftir bráð-
ustu nauðsynjum. Jón þessi Jónsson gerði tihaun til að fá
póstinn, en mistókst. Nefndi hann staðinn á “Rinda” og
hélst það nafn ætíð á meðan hann var þar og átti vel við
sökum landslags og afstöðu. Hann var eina mílu fyrii'
vestan Wynyard bæjarstæðið, sem þá var ákvarðað.
Flutti Jón svo verzlanina í bæinn eftir að jámbrautin kom
og stækkaði hana til muna. Jukust svo verzlanir af ýmsu
tagi í stórum stíl fram að þessu og hefur Wynyard bær
um langt skeið verið talinn sú fullkomnasta verzlunar-
stöð í þessari nýlendu.
Framfarirnar í öllum greinum hafa verið stórstígar
síðan fyrstu landnámsmenn settust að. Ekki var það
lengi, sem hin ábyggilegu og traustu akneyti bænda
héldu velli. Uxarnir voru of seinir í ferðum og stirðir í
snúningum, svo hestamir tóku við. Nú em þeir einnig
að hverfa úr sögunni og sjálfhreyfivélamar af öllu tagi
eru nú á þönum nótt og dag allan sáðningar og uppskeru-
tímann. Með því verklagi og áhöldum er komið í verk á
fáum dögum jafnmiklu og áður var hægt að gera á mörg-
um vikum, enda eru nú margir bændur, sem ekki stunda
kvikfjárrækt, hættir að búa á bújörðum sínum og fluttir
í bæina. Hafa engar skepnur til að hirða. Bifreiðin tekur
þá heim og að heiman.
Eg get af eigin reynzlu og nákvæmri athugun, borið
vitni um það, að frá því setzt var að í þessari byggð, að-
allega um vorið 1905, mátti heita, að vellíðan manna yfir
höfuð að tala væri óaðfinnanleg allan þann tíma, og mun
svo vera ennþá, eftir áreiðanlegum fréttum að dæma.
Eðlilega hefur héraðið orðið fyrir uppskeruhnekkjum af
náttúrunnar völdum. Töluvert frost á fyrstu áratugum,
hagl á sumum svæðum, hveitiryð, sem á sama tíma eyði-
lagði mikið af uppskera í vestur fylkjunum, og svo hin
svokallaða fjárhagskreppa, sem orsakaðist af mannanna