Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 38
40
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sinni. Hann er kvæntur Steinunni Júnírós Guðmunds-
dóttur Þórarinssonar frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Þau
eiga nú heima í Cardston, Alberta.
Magnús var greindur vel, mesti ráðvendnis- og dugn-
aðarmaður, réttnefndur héraðshöfðingi, og Elín umburð-
arlynd ágætiskona. Hún andaðist að heimili sínu 1937,
þá 77 ára að aldri.
Brynjólfur Jónsson frá Arnarvatni við Mývatn í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir,
ættuð frá Garði við Mývatn; hún er löngu dáin, en hann
flutti hingað frá Mountain, N. Dak., 1905, með sonum
sínum, sem verða taldir hér næst á eftir. Brynjólfur er
nú látinn fyrir fáum árum.
Steingrímur B. Johnson, sonur Brynjólfs, kvæntur
Jakobínu Jónsdóttur Westdal. Þeirra böm em: Einar,
kvæntur konu af innlendum ættum, eiga heima í Winni-
peg; Kristrún, hennar maður hérlendur, heimili þeirra
einnig í Winnipeg; Alda, gift manni af innlendum ætt-
um, sömuleiðis búsett í Winnipeg. Steingrímur er nú
látinn, en ekkjan til heimilis hjá börnum sínum.
Kristinn B. Johnson, bróðir Steingríms, kom hingað
vestur haustið 1904 (Smbr. frásögn H. J. Halldórson hér
að framan); bjó á landi sínu hér æði mörg ár, en hefir nú
selt það. Á nú heima í White Rock, B.C.
Jón B. Johnson, bróðir þeirra Steingríms og Kristins,
kom frá Mountain, N. Dak., um haustið 1904. Kvæntist
hér nokkru síðar Jóhönnu Maríu Sigurjónsdóttur Jóns-
sonar. Þau hafa nú selt bújörð sína hér og flutt vestur á
Kyrrahafsströnd, eiga heima við White Rock, B.C.
Haraldur B. Johnson, bróðir Jóns og þeirra bræðra,