Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 41
ALMANAK
43
1905. Á heimilsréttarlandi sínu hér bjuggu þau nokkur
ár, seldu það svo og færðu sig inn í Wynyard-bæ. Ólafur
dó 2. janúar 1942, en Kristrún náði níræðisaldri, dáin 31.
des. 1948, að heimili uppeldissystur sinnar og frænku,
Mrs. J. O. Bjömson og manns hennar; þar hafði hún notið
skjóls og aðhlynningar öll einstæðingsárin. Þessara land-
námshjóna er einnig getið í þáttum Finnboga Hjálmars-
sonar í Almanak Ó.S.Th. 1930. Ólafur var hægur maður,
lét lítið yfir sér, en var vinsæll og velmetinn.
Jóhann Óli Bjömson. Kona hans er Halldóra Guð-
jónsdóttir. Þeirra er getið í þáttum Finnboga Hjálmars-
sonar, sem að ofan var vikið að. Þau komu hingað frá
Winnipegosis 1907. Þeirra börn: Sigríður, kona Thor-
hallar Bardal, verzlunarmanns hér í bæ; Sigrún, gift
Baldvin Sigurðssyni Kráksonar, einnig í Wynyard; Ed-
ward, drakknaði í Winnipeg-vatni, 17. nóvember 1942;
og Kristinn, kvæntur Lilju Sigurjónsdóttur Eiríkssonar
og Kristrúnar Þorkellsdóttur Bessasonar; eiga heima í
Winnipeg.
Jóhann Óli er greindur vel, les mikið og er fróður
um margt. Hefir tekið mikinn þátt í félagsmálum, eink-
um sveitar og safnaðar. Samvinnugóður og áhugasamur
um þau mál, sem hann lætur sig skifta.
Jón K. Halldórsson, er var um eitt skeið í Nebraska í
Bandaríkjunum, kom hingað frá Norður Dakota 1905,
ættaður úr Mývatnssveit í Þingeyjarsýslu. Kona hans var
Rósa frá Jódísarstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeirra
böm: Halldór og Anna, nú bæði til heimilis í Vancouver,
B.C.
Sigurjón Blöndal Halldórsson Guðjónssonar og Guðr-
únar Lúðvíksdóttur. Þau fluttust frá Ljósavatni í Suður-
Þingeyjarsýslu til Ameríku 1883, en í þessa nýlendu komu