Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 42
44
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
þeir feðgar 1905, þá var Guðrún löngu dáin. Halldór
lifir hér í hárri elli, en Sigurjón er vestur við Kyrrahaf.
Hann var kvæntur Clöru Sigurjónsdóttir Sveinssonar og
Valgerðar Þorláksdóttur.
Sigurbjöm Metúsalemsson Kristjánssonar frá Síreks-
stöðum í Vopnafirði. Kona hans var Guðbjörg Gunnars-
dóttir frá Sunnudal í sömu sveit. Komu frá Islandi árið
1902; dvöldu í Winnipeg þar til vorið 1906, að þau fluttu
hingað vestur.
Þeirra böm eru: 1. Herborg, kona Hólmgeirs Guðna-
sonar Holmes, eiga heima hér í Wynyard; 2. Guðbjörg,
kona Alfred Sigurðssonar, Mission City, B.C.; 3. Guð-
mundur Metúsalem, kona hans af innlendum ættum, bú-
sett í Prince Rupert, B.C.; 4. Kristinn Óli, hér í Wynyard;
5. Kristín, gift Jakob Guðnasyni, bróður Hólmgeirs getið
hér að ofan, eiga heima í Vancouver, B.C.; 6. Sigríður
(Mrs. Nichol), í Ottawa, Ont.; 7. Sigurbjörg (Mrs. Rielly),
South Porcupine, Ont.; 8. Ólöf, skrifstofustúlka í Winni-
peg, og 9. Steindór, riú til heimilis í Toronto, Ont.
Sigurbjöm og Guðbjörg munu hafa verið með þeim
fátækari af innflytjendum, er hér settust að á frumbýl-
ingsámnum, en með áiwekni og atorku tókst þeim að
sigrast á örðugleikunum. og sjá sínum stóra barnahóp
fyrir góðu uppeldi, svo þau gætu orðið nýtur menn og
konur.
Sigurbjöm er nú dáinn fyrir löngu, en Guðbjörg er
til heimilis hér í Wynyard.
Pétur Illugason Ásmundsson, ættaður úr Húnavatns-
sýslu, dáinn að Wynyard, 13. apríl 1917. Kona hans var
Guðrún Guðmundsdóttir Þorsteinssonar, fædd í Flatey
1866; fluttist til Vesturheims 1891, giftist Jóhannesi Sig-
urðssyni einu eða tveimur árum seinna; bjuggu í Argyle-
byggð eitt ár, þá dó Jóhannes. Guðrún flutti síðan til