Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 44
46
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Wynyard; það seldi hann nokkru síðar og keypti aðra
bújörð norðar og nær bænum. Þar byggði hann upp eitt
af prýðilegustu sveitaheimilum í byggðinni. Kona hans
er Jensína Guðrún Sveinsdóttir, ættuð úr Helgafellssveit
í Snæfellsnessýslu; faðir hennar druknaði, þegar hún var
Mr. og Mrs. Ólafur O. Magnússon.
aðeins eins árs gömul; var hún þá tekin til fósturs og alin
upp af þeim sæmdarhjónum Jóni Einarssyni og Önnu
Guðmundsdóttur; hans ætt í Eyrarsveit, en hennar í
Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Komu frá Islandi 1888 og
settust að í grend við Hallson, N. Dak., nú, þegar þetta
er ritað, bæði dáin; hjá þeim var Jensína þar til hún gift-
ist Ólafi.
Börn þeirra eru: 1. Margrét Oddrún, kona Kristins
Sigurðar Isfelds, sonar Haraldar Jónssonar og Kristínar,
sem lengi bjuggu í nágrenni við Akra, N. Dak., eiga
heima hér í Wynyard; 2. Anna Jónína, kona Emest Thor-
lákssonar Eiríkssonar og konu hans Steinunnar að Lund-
ar, Man; þeirra heimili að Elfros, Sask.; 3. Valtýr, kona
hans er Margrét Guðbrandsdóttir Sveinbjörnssonar og