Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 45
ALMANAK
47
Maríu Isaksson; honum hafa nú gömlu hjónin látið eftir
búgarðinn og flutt inn í bæinn Wynyard.
Leópold Jóhannesson Halldórssonar frá Björk í Eyja-
firði. Kona Jóhannesar var Anna Hólmfríður Sigurðar-
dóttir frá Æsustöðum í Eyjafirði. Kona Leópolds var
Vilborg Runólfsdóttir Sigurðssonar frá Ánastöðum í
Breiðdal í Suður-Múlasýslu; fluttust hingað frá Hallson,
N. Dak.; þeirra böm: 1. Anna Jónína, kona Carls Magn-
ússon hér við Wynyard; 2. Kristínn, kvæntur Vilborgu
Halldórsdóttur Austfjörð, Mozart, Sask.; 3. Halldóra,
kona Ástvaldar Sigurðssonar Hall, hér við Wynyard; 4.
Theodor, sömuleiðis hér; 5. Stígur, kvæntur konu af
þýzkum ættum, eiga heima við Westboume, Man.; 6.
Elvin, að Wynyard; 7. Ólafur Elmer, kvæntur konu af
frönskum ættum, hér við Wynyard; og 8. Þórunn, gift
Bert Scyrup hér við Wynyard.
Leópold (Leó) var velviljaður, hjálpsamur og mikil-
virkur dugnaðarmaður; þó mun hann hafa átt upp á
móti brekkunni að sækja í efnalegu tilliti fyrstu ár sín
hér. Eigi að síður tókst þeim hjónum að koma barahópn-
um vel til manns og reisa eitt með myndarlegri heimil-
nnnm í byggðinni, áður en dagurinn var allur; hans ævi-
dagur endaði 27. október 1936, en hennar 7. janúar fjór-
um ámm síðar.
Óli J. Halldórsson, bróðir Leópolds getið hér næst á
undan, fluttist hingað frá Hallson, N. Dak., 1905, kvænt-
ist nokkru síðar Láru dóttur Lárusar Guðmundssonar,
ættuðum frá Yztavatni í Skagafirði, og konu hans Ragn-
heiðar Kristjánsdóttur. Börn þeirra Óla og Láru em:
1. Anna Hólmfríður, kona Björnsteins Magnússonar,
við Mozart, Sask.; 2. Luella, kona Robert Gillard, hér að
Wynyard; 3. Dorothy, kona Sigurðar Sölvasonar, einnig
að Wynyard; og 4. Þorbjörg María, kona Haraldar Hjör-