Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 46
48
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
leifssonar Martins, bæjarskrifara í Wynyard.
Óli er greindur vel og fylgir kappsamlega þeim mál-
um, sem hann beitir sér fvrir. f stjórnmálum hefir hann
ávalt léð Framsóknarflokknum sitt óskipt fylgi; einnig
tekið mikinn og góðan þátt í Samvinnufélagsskap bænda,
Mr. og Mrs. Óli J. Halldórsson og fjölskylda.
oft verið formaður ýmsra deilda og fulltrúi þeirra á árs-
þing þeirra árum saman. Hikar aldrei við að segja skoð-
un sína, hver sem í hlut á. Þó það hafi ekki ævinlega
aflað honum vinsælda í svip, né ómök hans og fyrirhöfn
í sambandi við starfsemi hans í þágu félagsmála verið
metin að verðleikum, er óhætt að fullyrða, að þar hafi
hugur fylgt máli, og að honum hafi eigi að síður tekist
að ávinna sér óskiptan velvildarhug sveitunga sinna og
þeirra, sem þekkja hann rétt.
Tryggvi J. Halldórsson, bróðir Leópolds og Óla, getið
hér að framan. Kona hans er Kristín Þorkelsdóttir Magn-
ússonar, ættaður úr Gullbringusýslu, og konu hans Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur Gíslasonar, er lengi áttu heima