Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 47
ALMANAK
49
að Hallson og síðan í Svoldarbyggð í N. Dakota. Trvggvi
og kona hans fluttust hingað frá Hallson, N. Dak., 1905.
Hann er skýrleiksmaður, glaðlyndur og góður heim
að sækja, gamansamur og fjörgar jafnan hópinn. Er fél-
agslyndur og ljær þeim málum heilhuga fylgi, sem hann
Mr. og Mrs. Tryggvi J. Halldórsson.
lætur sig að einhverju varða, sérstaklega allt það, er
samvinnu bænda viðkemur og framför í stjórnmálum.
Þau hjón eru mjög samhent og heimili þeirra eitt það
snyrtilegasta í sveitinni. Nú hafa þau selt það, brugðið
búi, og keypt annað hér í Wynyard-bæ.
Friðrik Bjamason af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson frá Katadal og
Náttfríður Markúsdóttir frá Melstað. Kona Friðriks var
Mildfríður Árnadóttir frá Grafarkoti á Vatnsnesi. Þeirra
börn: 1. Jakob, 2. Hjörtur; 3. Bjarni; 4. Elinborg, lést í
Chicago, 111., 1948; 5. Sigurður; 6. Árni Leví í Winnipeg.
Þessi fjölskylda öll fluttist hingað frá Milton, N. Dak.,
1906, nema Jakob, er kom árið áður.. Friðrik kemur mikið
við sögu Vestur-lslendinga. Kom til Ameríku 1874 og