Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 49
ALMANAK
51
lönd. Komu úr Þingvallanýlendu í Saskatchewan 1905.
Halldór er löngu látinn, en Jóhann fluttist vestur á Kyr-
rahafsströnd. Um verustað hans eða ætt þeirra feðga er
þeim, sem þetta ritar, ekki kunnugt.
Benedikt Jónsson Ólafssonar læknis að Homstöðum í
Laxárdal í Dalasýslu og konu hans Kristbjargar tók hér
land, fluttist hingað frá Garðar, N. Dak. Kona Benedikts
var Anna Guðrún Kristjánsdóttir frá Heiðadalskoti við
Hrútafjörð í Strandasýslu. Komu til Ameríku 1888, fóm
til Þingvalla-nýlendu, en eftir fárra ára dvöl þar til Win-
nipeg, þaðan til Hallson, N. Dakota, svo til Garðar, síðan
hingað 1906. En sökum þess, að bæði voru heilsuveil,
seldu þau land sitt fljótlega og keyptu sér heimili í Wyn-
yard-bæ. Þar dó Benedikt 1917; nokkru síðar fór ekkjan
á elliheimilið “Betel” og dó þar 1. maí 1944.
Hannes Anderson. Foreldrar hans vom Skúli Áma-
son frá Sigurðarstöðum á Sléttu í Norður-Þingeyjarsýslu
og Guðný Skúladóttir Björnssonar frá Yztuvík, er var
með fyrstu landnemum Argyle-byggðar. Kona Hannesar
er Margrét Guðmundsdóttir Egilssonar frá Hákoti í
Rangárvallasýslu og Katrínar Magnúsdóttur frá Kvíar-
holti í sömu sveit. Hannes fluttist hingað frá Argyle um
vorið 1905, en Margrét frá Winnipegosis, Man., tveim
árum síðar. Giftust hér í byggð. Þeirra böm eru:
1. Sigríður, útskrifaðist í hjúkrunarfræði frá Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg 1934 og hefir dvalið þar ávalt
síðan við hjúkmnarstörf; 2. Lára, kona John Christopher-
sonar, bónda í Argyle-byggð; 3. Skúli, kvæntur Laufeyju
Bjamadóttur Jóhannessonar, búa hér í grennd við Wyn-
yard; 4. Kristín, kona Halldórs Pálssonar Guðnasonar,
bónda í Argyle-byggð; 5. William Guðmundur, gekk í
Canada herinn og dó á Englandi 1944; 6. Louisa Katrín
(Mrs. Wilton), búsett í Calgary, Alberta; 7. Carl, 8. Earl,