Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 50
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nú hluthafar í samlags-bújörðum heimkominna herm-
anna, við Carrot River, Sask.; 9. Hannes, enn í föðurgarði.
Þessi hjón munu hafa sett saman bú úr litlum eínum,
en með sameiginlegum dugnaði tókst þeim að koma upp
myndarlegum barnahóp og hefir farnast vel. Eiga nú
heimili hér í Wynyard-bæ.
Jónatan Halldórsson frá Svarðhóli í Miðfirði í Húna-
vatnssýslu og kona hans Elín Magnúsdóttir frá Kothvam-
mi á Vatnsnesi komu frá fslandi 1874; staðnæmdust í
Kinmount, Ont., fóru þaðan til Nýja-fslands 1875 og til
N. Dakota um haustið 1880 og settust að nálægt Hallson.
Þaðan fluttust þau hingað um vorið 1905. En þó þau
gjörðust landnemar í þriðja sinn, vom þau ekki fær um,
fyrir aldurs sakir, að byggja upp heimili eða sinna lög-
bundnum og nauðsynlegum heimilsréttarskyldum. Sonur
þeirra, sem ritað hefir um tildrög þessa landnáms,. settist
því að hjá þeim, og með honum fylgdust þau það, sem
eftir var ævinnar. Jónatan andaðist 29. október 1916, en
Elín nokkrum árum síðar, þá um tírætt.
Halldór Jónatansson Halldórssonar, sonur ofannefnds
Jónatans, var landnemi hér, en settist að á landi föður
síns, þrjár mílur austur af Wynyard. Þar byggði hann
fyrstu búðina, sem reist var í nýlendunni, og stofnsetti
fyrsta pósthúsið, sem hann nefndi “Sleipnir”. Af því
leiddi, að þar varð fljótlega nokkurskonar miðstöð, þang-
að sem allar leiðir lágu, enda nálægt miðbiki nýlend-
unnar, en þó nokkuð vestar. Þangað sótti fólk bréf sín og
blöð fyrstu árin þrjú; þangað til járnbrautin var fram-
lengd, var það eina pósthúsið á stóru svæði.
Þangað fóru margir eftir nauðsynjum sínum, því þrátt
fyrir fjarlægð frá járnbraut og erfiðan aðflutning, gætti
Halldór þess að hafa handbært það, sem mest þörfin var
fyrir. Þreyttir ferðamenn, sem annaðhvort voru þá að