Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 51
ALMANAK
53
leita sér eftir landi, flytja lengra vestur, eða í einhverjum
öðrum erindagerðum, námu þar staðar um stund sér til
hvíldar og hressingar.
Má því nærri geta, að stundum hefir verið þröngt
innan veggja nýbýlisins, enda þó að ofurlítið veglegra
Mr. og Mrs. Halldór J. Halldórsson
væri en almennt gerðist; en það hafði líka að geyma
pósthús, sölubúð, og nauðsynlega íbúð fyrir heimilis-
fólkið undir sama þaki.
Flest allir landnemakofar, sem Islendingar hafa
byggt, hafa verið litlir ummáls og lágir undir loft. En
þeir hafa undantekningarlítið átt eitt sameiginlegt og
það er, að í þeim hefir aldrei verið svo þröngt, að ekki
hafi ævinlega verið rúm fyrú' einn fleiri, og í því tilliti
var þetta umrædda heimili engin undantekning. Þar réði
alltaf íslenzk gestrisni og greiðasemi úrslitunum.
Verzlun byrjaði Halldór í smáum stíl, mun ekki hafa
haft neinn afgang af litlu stofnfé; en hún blómgaðist
fljótt, því jafnframt því að þetta víðáttumikla svæði
byggðist, jukust viðskiftin.