Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 52
54 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Eftir að hann hafði flutt búð sína frá “Sleipnir” til
Wynyard og verzlað þar í sjö ár, breytti hann til; hætti
við matvöru og klæðaverzlun, en tók að sér útsölu á
akuryrkjuverkfærum, samhliða vátryggingum, og útbjó
sölusamninga og þess háttar. Hann er greindur maður,
algerlega sjálfmenntaður, en hefir þó náð svo góðum
tökum á ensku máli, að þeir skólagengnu taka honum
tæpast fram. Les mikið, er vel fróður í lögum lýðs og
lands. Líka óspart til hans leitað af löndum hans fyrstu
eða frumbýlingsárin með bréfaskriftir og eftir upplýs-
ingum ýmsu viðvíkjandi, sem ævinlega vom í té látnar
með alúð og velvild.
Kona Halldórs er Cecilia Oddsdóttir Magnússonar og
Margrétar Ólafsdóttur; hún er ágætiskona, góðlynd og
bjartsýn, missir aldrei sjónar á bjarma birtunnar á bak
við mótdrægu skýin, þó allt gangi ekki að óskum. Böm
þeirra em:
1. Friðrik, var í fyrri Heimsstyrjöldinni, féll á Frakk-
landi 1917; 2. Jónatan, nú til heimilis í Winnipeg; 3.
Alexandrovna, kona Bismarck Bjarnasonar í Vancouver,
B.C.; 4. Oddur Gestur, sérfræðingur í tannlækningum
(Orthodontist) og aðstoðar-kennari í þeirri grein; kvænt-
ur konu af hérlendum ættum, eiga heima í Toronto,
Ont.; 5. Lillian (Mrs. B. W. Gray), þeirra heimili í No-
komis, Sask.; 6. Steinunn Victoria (Mrs. H. F. Moore),
eiga heima hér í Wynyard.
Eftir þrjátíu ára margþætt starf í þessari byggð flut-
tust þau Halldór og Cecilia vestur á Kyrrahafsströnd og
eyða nú elliámnum á snotru og friðsælu heimili, sem þau
eiga nálægt New Westminster, B.C.
Ottar Sveinsson Kristjánssonar (getið hér að framan).
Kona hans er Magnea Björnsdóttir Jósephssonar og Þóru
Guðmundsdóttur. Þeirra er getið í þáttum Jóns Jónsson-
ar, Alm. Ó.S.Th. 1919.