Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 54
56 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
röð fyrir myndarskap og verðmæti. Það hafa þau hjón
nú látið eftir Gunnlaugi syni sínum ásamt bújörðinni og
flutt vestur á Kyrrahafsströnd til að setjast þar að sér til
hvíldar eftir athafnaríkt og vel unnið starf. Þeirra heim-
Mr. og Mrs. Magnús O. Magnússon.
ili er nú rétt við Blaine, Wash., Canada megin landa-
mæranna.
Páll Jónsson (Glímu-Páll), ættaður úr Fnjóskadal.
Kona hans var Ólína Hallgrímsdóttir og Sigríðar Jónas-
dóttur, er bjuggu að Grjótárgerði í Fnjóskadal. Þau Páll
og Ólína áttu um eitt síceið heima að Hallson, N. Dak.,
síðar að Svold, N. Dak., og fluttust þaðan hingað vestur
1907. Páll er nú löngu dáinn, en Ólína dó 18. maí 1940.
Þeirra börn: Jón Valdimar, dó af bifreiðarslysi hér 1946;
Sigrún, á heima í Wynyard; og Unnur, kona Haraldur
Pálmason, eiga heima í Winnipeg.
Þorbergur Halldórsson Jónssonar landnema í Fljóts-
byggð í Nýja-lslandi 1876 og Ingibjargar Jónatansdóttur
frá Litla Árskógi við Eyjafjörð. Kom hingað frá Nýja-