Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 55
ALMANAK
57
Islandi 1905, kvæntist aldrei, en lifði einsetu lífi, þar til
heilsan fór að bila, fluttist þá til Winnipeg og síðan til
Gimli; dó þar á elliheimilinu 1944.
Sigurjón Eiríksson. Var Skagfiiðingur, en uppalinn
hjá systur sinni að Egilsá í Norðurárdal. Kona hans var
Kristrún Þorkelsdóttir Bessasonar og Þorbjargar Sveins-
dóttur. Fluttust hingað frá Cavalier, N. Dak., 1907. Þeir-
ra böm:
1. Þorkell, dáinn 1918; 2. Þorbjörg Sigrún, látin að
heimili sínu í Burnaby, B.C., 17. september 1945; 3. Lilja,
kona Kristins Björnssonar, eiga heima í Winnipeg; 4.
Gunnlaugur, kvæntur Guðrúnu Axdal, þeirra heimili í
Winnipeg; 5. Jón, kvæntur Kristbjörgu Jónsdóttur Hall-
grímssonar, eiga heima í Vancouver, B.C.; 6. Elfie, henn-
ar maður innlendur, einnig búsett í Vancouver.
Sigurjón var greindur vel, tók góðan þátt í félagsmál-
um, sjálfkjörinn formaður alls mannfagnaðar. Undi ekki
landbúnaði lengi, seldi land sitt fljótlega og flutti inn í
Wynyard-bæ; stundaði verzlun um tíma, síðan settur að-
stoðarlöggæslumaður Saskatchewan-fyllcisstjómarinnar.
Þau hjón era nú bæði dáin.
Guðmundur Sigurðsson Snædal. Kom hingað frá
Hallson, N. D., 1905, þá fyrir stuttu kominn frá Islandi.
Tók hér land, en seldi það stuttu eftir að hann fékk eign-
aréttinn, fór þá til Graham eyju vestur í Kyrrahafi, sem
þá var að byggjast, dvaldi þar ekki lengi, en settist að á
lítilli eyju í Skeena-ármynninu skammt sunnan við Prince
Rupert, B.C. með fáeinum öðrum Islendingum. Gekkst
fyrir, að þar væri pósthús stofnsett, sem nefnt var “Árós”.
Var póstafgreiðslumaður þar skeiðið út, sem endaði fyrir
fáum árum. Frekari upplýsingar honum viðvíkjandi ekki
fyrir hendi.