Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 56
58
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jón Bergsveinsson Jónssonar og Ceciliu Jónsdóttur
frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Kona hans
var Lilja Sveinbjörnsdóttir, ættaður úr Breiðafirði, og
Katrínar Guðbrandsdóttur frá Hólmlátri á Skógarströnd
í Snæfellsnessýslu. Böm þeirra Jóns og Lilju em:
1. Cecilia Margrét, gift Kristni Dalmann í Victoria,
B.C.; 2. Áslaug, kona Gunnars Johnson; 3. Ólína, gift
Marvin Johnson, bróður Gunnars; hvortveggja þessi hjón
eiga heima við Wynyard; 4. Katrín Guðbjörg, kona Jóns
Sigurðssonar frá Svold, N. Dak., nú í Blaine, Wash.; 5.
Jónína Lillian, hennar maður hérlendur, eru í Clair,
Sask.; 6. Brandur Oliver, kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur
Sæmundssonar, hafa nú tekið við gamla heimilinu.
Lilja er löngu látin, en Jón til heimilis hjá dætrum
sínum hér í byggðinni.
Kristján Bergsveinsson, bóðir Jóns. Kvæntur Olgu
Guðbrandsdóttur Sveinbjörnssonar og Maríu Isaksson.
Land sitt hefir Kristján selt, en starfrækir kjötmarkað hér
í Wynyard-bæ og hefir gert mörg undanfarin ár.
Friðrik Þorsteinsson Svarfdal og Ólína Ámadóttir
fluttust hingað til lands 1889 frá Háagerði (Háfagerði)
við Eyjafjörð. Áttu um eitt skeið heima að Mountain,
N. Dak., síðar í Winnipeg, þaðan komu þau hingað 1907.
Nú bæði látin fyrir löngu. Þeirra börn: Anna, kona Kristj-
áns Guðmundssonar Bergþórssonar, nú látin; Ingibjörg,
Jórunn og Ámi, öll í Wynyard.
Dr. Baldin* Olson, hinn góðkunni læknir í Winnipeg,
nam hér land 1906, eða um það leyti. Eignaðist það, en
fargaði því fljótlega; enda mun það aldrei hafa verið ætl-
un hans að gera landbúnað að lífsstarfi sínu, heldur mun
ráðið hafa ævintýra þrá æskumannsins og tilraun til að
afla sér fjár; því að á sama tíma gaf hann sig að skóla-