Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 57
ALMANAK
59
kennslu og hélt til í landnemakofanum og sá um, að
lögbundnar landnámsskyldur yrðu uppfyltar.
William Olson, bróðir Baldurs læknis, var einn með
fyrstu landnemum hér, en var aldrei heilsusterkur og
ekki fær um að sinna erfiðisvinnu; fargaði því landinu og
fór vestur í British Columbia sér til heilsubótar um tíma
og þaðan til Winnipeg. Hefir stundað þar fasteignasölu
um mörg undanfarin ár og famast vel.
Dr. J. P. Pálsson, hinn velþekkti læknir og rithöfund-
ur, vai- landnemi hér á stúdentsárum sínum, á sama tíma
og, eg hygg, í sama tilgangi og hitt læknisefnið (sem þá
var) og getið er að framan; dvaldi ekki lengi, fór aftur til
Nýja-Islands þaðan sem hann kom, endaði námsskeiðið
og útskrifaðist sem læknir. Kom vestur á ný, settist að í
Elfros, Sask., stundaði lækningar þar í nokkur ár, síðar
vestar í fylkinu, en er nú í Victoria, B.C.
Ásbjöm Pálsson, bróðir Jóhannesar læknis, nam hér
land; eignaðist það, en átti ekki lengi. Hafði um eitt skeið
lyfjabúð í Elfros, fluttist síðan til Dawson Creek, B.C.;
hvort hann hefir ílenzt þar eða ekki, er þeim sem ritar,
ókunnugt um.
Hjörleifur Hjörleifsson (Martin). Foreldrar hans vora
Hjörleifur Bjömsson frá Garðakoti í Mýrdal og Ragn-
hildur Ámadóttir frá Dyrhólum í Mýrdal. Kona Hjör-
leifs er Guðrún Bjamadóttir frá Reykjum á Reykjaströnd
í Skagafirði. Foreldrar þeirra beggja, Hjörleifs og Guð-
rúnar, vora með fyrstu landnemum í Nýja-lslandi, það-
an fluttust þau hjón hingað 1905. Börn þeirra era:
1. Hazel Hulda, hennar maður af innlendum ættum,
eiga heima í Sherridon, Man.; 2. Christine Sigríður, ein-
nig gift annarar þjóðar manni að Nipawin, Sask.; 3. Wil-