Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 58
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fred Bjarni, kona hans af þýzkum ættum; 4. Clifford Pét-
ur, kvæntur Soffíu Halldórsdóttur Austfjörð; 5. Haraldur
Ragnar, kona hans er Þorbjörg María, dóttir Óla J. Hall-
dórssonar og Láru Lárusdóttur Guðmundssonar; þessir
bræður allir eiga heimili hér í Wynyard; 6. Mae Björg,
kona Magnúsar Olson, verzlunarmanns í Foam Lake,
Saskatchewan.
Hjörleifur var settur fyrsti umsjónarmaður Sameign-
ar-komhlöðu bænda, sem hér var reist. Þá atvinnu hafði
hann um mörg ár. Síðar keypti hann kommyllu hér í bæ,
sem hann starfrækir, og farnast vel. Enda er hann mesti
reglumaður og áreiðanlegur í öllum viðskiftum; vel gef-
inn og tregur til að sleppa málstað sínum, ef því er að
skifta. Þau hjón hafa verið samhent í dugnaði og fyrir-
hyggju, komið upp mannvænlegum bamahóp, þrátt fyrir
ýmsa örðugleika fmmbýlingsáranna.
W. H. Nelson, sonur Hansar Níelssonar frá Hallbjam-
arstöðum á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu, kom hingað
frá Milton, N. Dak., 1906. Kvæntist hér Clöm Lársdóttur
Hogan og Sigrúnar Bjömsdóttur Péturssonar. Eiga nú
heima við Smeaton, Sask. Nánari upplýsingar þeim við-
komandi ekki fyrir liendi.
Ástvaldur Jónasson Hall, sonur Jónasar Hall og Sigr-
íðar konu hans, er lengi áttu heima nálægt Garðar, N.
Dak., og voru vel þekkt þar. Þaðan kom Ástvaldur hing-
að vestur 1906. Kvæntist hér Laufeyju Ámadóttur Jóns-
sonar frá Víðivöllum í Suður-Þingeyjarsýslu og Helgu
Hallgrímsdóttur frá Fremstafelli í Kinn í sömu sýslu.
Börn þeirra Ástvalds og Laufeyjar eru: Helga, gift Birni
Laxdal, búsett í Vancouver, B.C.; Franklin, kvæntur
Irene dóttur Carls Magnússonar og Önnu konu hans,
eiga heima við Wynyard; Ólöf (Mrs. Steinberg), þeirra
heimili vestur á Kyrrahafsströnd; og Árni, enn í föður-
garði.