Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 60
62
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Einar var atkvæðamaður, vel greindur og tók ævin-
lega mikinn og góðan þátt í framfaramálum byggðar-
innar. Hann missti konu sína hér í byggð fyrir mörgum
árum, fluttist síðan með börnum sínum til Seattle og dó
þar 1937.
Pétur Hallgrímsson Thorlacius. Kona hans er Margrét
Jónsdóttir (Garðar). ÞeiiTa böm eru: Guðrún Irene, kona
Kristins Dalman, og Hallgrímur Jón, kvæntur Lillian
Pétursdóttur Þorsteinssonar. Þetta fólk allt búsett hér í
byggð. Ætt Hallgríms, föður Péturs, er úr Eyjafirði, en
kona hans var María Sigfúsdóttir Bergmann að Garðar,
N. Dak., og þaðan fluttist Pétur hingað 1906.
Sigfús, bróðir Péturs, var landnemi hér. Kom um
samaleyti og bróðir hans, einnig frá Garðar, N. Dak., og
er hér enn.
Jóhannes Kristófer Pétursson. Kona hans var Þor-
björg Hóseasdóttir Bjömssonar frá Meiðastöðum í Keldu-
hverfi og Guðbjargar Gísladóttur frá Höskuldsstöðum.
Þeirra böm: Jörgen Jóhann Schiott, kvæntur Svanfríði
Jónsdóttur Kristjánssonar; eiga heima í Winnipeg; Hós-
ías Bjöm, kvæntur Svöfu Þorkelsdóttir Sigurðssonar,
þeirra heimili í Wynyard; Guðbjörg, Ragnar, Björn og
Petra Ingiríður, öll til heimilis í Í3oston, Mass.
Fremur mun efnahagur þessara hjóna hafa verið
þröngur, þegar þau byrjuðu búskap hér; en með sam-
eiginlegum dugnaði tókst þeim að yfirvinna örðugleik-
ana og sjá hag sínum borgið. Jóhannes er hægur maður,
lætur lítið yfir sér, en vinsæll og vel látinn. Hann er nú
heimilisfastur í Winnipeg, en Þorbjörg dáin.
Jóhannes Jóhannsson Stefánssonar og Ingibjargar
Jóhannesdóttur frá Kroppi í Eyjafirði. Var albróðir Vil-