Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 62
64
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1927); 6. Oscar, í Wynyard; og Kristbjörg, kona Jóns
Sigurðssonar Eiríkssonar, eiga heima í Vancouver, B.C.
Valgeir Bergmann Hallgrímsson, sonur Jóns, er að
ofan var getið. Kona hans er Lára Valdína Pálsdóttir
Eyjólfssonar. Þeirra börn eru: Doris, gift manni af inn-
lendum ættum, eiga heima í Rose Valley, Sask.; Aldís
(Mrs. Roy Olson), þeirra heimili í Regina, Sask.; og Glen-
garry, stundar nám á fylkisháskóla Saskatchewan í
Saskatoon.
Valgeir hefir um mörg undanfarin ár verið útfarar-
stjóri hér í Wynyard-bæ, og leist það verk aðdáanlega
vel af hendi. Jafnframt hafa þau hjón haft greiðasölu og
gert það vel, enda samvalin í ráðdeild og dugnaði.
Sigfús Jónsson Hallgrímsson, bróðir Valgeirs, er
kvæntur Sigríði Hansardóttur Sigurbjömssonar. Hefir
verið komkaupmaður, fyrst í Wynyard, en nú síðari árin
í Mozart, Sask. Um nöfn bama þeirra hjóna eða heimil-
isfang þeirra er þeim, sem þetta ritar. ekki kunnugt.
Gísli Einarsson. Kona hans var Guðrún Guðmunds-
dóttir. Vom landnemar hér, einnig Magnús sonur þeirra.
Fluttust hingað frá Garðar, N. Dak., 1905. Frekaii upp-
lýsingar þeim viðvikjandi ekki fyrir hendi.
Sigfús S. Bergmann. Foreldrar: Sigfús Jónsson Berg-
mann og Þórun Jónsdóttir. Fluttust til Ameríku frá Auð-
brekku í Eyjafjarðarsýslu 1882. Kona Sigfúsar Sigfússon-
ar var Anna Bjarnadóttir Olgeirssonar frá Garði í Fnjósk-
adal. Fluttust frá Garðar, N. Dak., vestur á Kyrrahafs-
strönd, þaðan hingað 1905. Þeirra böm: Bjami, gekk í
Canada herinn í fyrri Heimsstyrjöldinni, veiktist og dó
um það leyti; Aðalsteinn, verzlunarmaður í Wynyard;
Þorhallur, einnig hér.