Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 63
ALMANAK
65
Anna er nú dáin fyrir fáum árum. Sigfús giftist aftur,
á nú heima á Point Roberts, Wash. Hann er greindur
maður og tók mikinn og góðan þátt í félagsmálum; hefir
jafnan léð hverju góðu málefni sitt óskift fylgi.
Vilhjálmur Ólafsson Einarsson frá Hafursá í Norður-
Múlasýslu og Sigríðar Ólafsdóttur frá Skeggjastöðum.
Kona Vilhjálms er Þorbjörg Lárusdóttir frá Yztavatni í
Skagafirði og Ragnheiðar Kristjánsdóttur, er lengi áttu
heima í Pembina, N. Dak. Börn þeirra Vilhjálms og Þor-
bjargar eru:
1. Lára, gift Fritz Hjartarsyni, hér í Wynyard; 2. Inga,
ekkja Nýmundar Bjömssonar Jósephssonar, er dó 1948;
3. Guðrún; 4. Ragnheiður; 5. Dorothy; giftar, þeirra
menn af innlendum ættum; 6. Sigrún, gift Magnúsi Sig-
urðssyni Magnússonar; 7. Óli, kvæntur konu af innlend-
um ættum, eiga heima í Wynyard, hann hefir atvinnu við
raforku bæjarins; 8. William, var í seinni Heimsstyrjöld-
inni, kom fatlaður heim aftur.
Finnur S. Finnson, sonur Sigfinns, er áður var getið.
Kona hans var Þórunn Jónsdóttir Hallgrímssonar, er ein-
nig var að ofan getið. Áttu mörg börn, nöfn þeirra ekki
kunn greinarhöfundi, nema tveggja drengjanna, Sigfinns
og Jóns, sem nú hafa tekið við föðurleifð sinni, og er
móðir þeirra þar hjá þeim. Finnur dó af slysfömm 1928.
Var það mikið harmsefni, því að hann var mikill dugnað-
armaður, vinsæll og vel látinn.
Fritz S. Finnsson, bróðii' Fhms. Kona hans er Inga
Tómasdóttir Hörðdal og Margrétar Egilsdóttur Jónsson-
ar. Eiga heima í Markerville, Alberta. Þeirra börn em
mörg, en um nöfn þeirra eða heimilisfang er þeim, sem
þetta ritar, ekki kunnugt.