Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 65
ALMANAK
67
Guðrún Halldóra dóttir Jóns Valdimars Jónssonar og
seinni konu hans Elísabetar Hallgrímsdóttur frá Vakur-
stöðum í Vopnafirði. Páll tók hér land, en seldi það fljót-
lega og færði sig inn í Wynyard-bæ. Stundaði þar fast-
eignasölu og síðar bílasölu. Var um eitt skeið ritstjóri
byggðarblaðsins “Wynyard Advance”. Þau hjón eiga
mörg böm; um nöfn þeirra og heimilisfang er greinar-
höfundi ókunnugt, en Páll og Halldóra eiga nú heima í
Vancouver, B.C. Eins og allir, sem til þekkja, vita, þá
er Páll snillingur á ritvellinum og eitt með betri skáldum
Vestur-fslendinga.
Jóhannes Halldórsson frá Björk í Eyjafirði. Kona hans
var Anna Hólmfríður frá Æsustöðum í sömu sveit, dáin
í N. Dakota 1889. Þeirra böm eru: Leópold, Óli og Tryg-
gvi, getið hér að framan; Kristinn, kvæntur konu af
norskum ættum, eiga heima við Devils Lake, N. Dak.;
Guðrún, var gift Þorgils Jónssyni, nú látinn; áttu heima
í Winnipeg.
Jóhannes var dugnaðar- og hraustleikamaður, veitti
heldur ekki af því í baráttunni við fátækt og allsleysi
frumbvlingsáranna á fjórum stöðum, fyrst í Ontario
1878, næst í N. Dakota 1881, svo í Roseau, Minnesota,
1895 og síðast hér vestur frá 1907, og hér lauk dagsverk-
inu 10. október 1915.
Jón B. Jónsson Póst. Kona hans var Jensína Kristín
Jónsdóttir Bjömssonar; fluttust frá Moutain, N. Dak., til
Roseau, Minn., 1894, og þaðan hingað 1907. Þeirra böm
em:
1. Guðrún (Mrs. Hawkins), ekkja til heimilis í Wyn-
yard; 2. Ingibjörg (Mrs. Kristjánsson), að White Rock,
B. C.; 3. Halldóra, kona Ed. Sigfússon í Wynyard; 4. Jón
Ólafur, kvæntur Endoru Ingibjörgu Oddsdóttur Bjama-
sonar, hér til heimilis við Wynyard; 5. Ella (Mrs. Ben-