Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 68
70
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
dal og Jóríðar Grímsdóttur frá Grímsstöðum í Borgar-
firði syðra, systir Guðmundar, getið hér að framan. Son-
ur hennar, Henry, kvæntur konu af hérlendum ættum,
er verzlunarmaður í Estevan, Sask.
Páll Jónsson, ættaður úr Hörgárdalnum. Kona hans
var Snjólaug Jóhannsdóttir Jónssonar frá Þverá í Skíða-
dal í Eyjafjarðarsýslu. Tók hér land, en seldi það fljótt
eftir að hann fékk eignarbréfið og flutti sig lengra vestur
í nýlenduna. Smbr. þætti Jóns Jónssonar frá Mýri, Alm.
Ó.S.Th.
(Heimildir fyrir þessum söguköflum eru margar tekn-
ar úr Alm. Ó. S. Thorgeirssonar, Sögu Isl. í Vesturheimi
og Vestmönnum eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, og Sögu Isl. í
N. Dakota eftir Thorstínu S. Jackson.) — O.O.M.
Ö
$ #
Undirritaðir eru stórþakklátir þeim Halldóri J. Halld-
órsson og Ólafi Ó Magnússon fyrir að hafa orðið við til-
mælum þeirra um að rita framanskráðar frásagnir um
stofnun og landnema íslenzku Vatnabyggðanna í Sas-
katchewan; er það mikilsvirði að hafa bókfestar þær fróð-
legu frásagnir tveggja aðalstofnenda byggðarlagsins og
forystumanna.
Ritstj. og útg. Almanaksins.