Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 69
Franklin T. Thordarson skólastjóri
Eftir Richard Beck.
Það er talandi vottur þess, hve gamalt er orðið land-
nám Islendinga í Vesturheimi, að böm hinna fyrstu
landnema falla nú að velli eftir að hafa náð háum aldri.
1 þeim hóp var Franklin T. Thordarson fyrmm skóla-
stjóri, sem lést á sjúkrahúsi í Corvallis, Oregon, 3. des.
1948, að kalla sjötugur að aldri. Hann átti til hins mesta
merkisfólks að telja í báðar ættir, en foreldrar hans
vom þau hjónin Jón Þórðarson (frá Skeri við Eyja-
fjörð) og Rósa Jónsdóttir (frá Syðra-Laugalandi og síðar
Þverá í Eyjafirði). Komu þau vestur um haf í stórhópn-
um fyrsta sumarið 1873 og staðnæmdust í Milwaukee,
Wisconsin, en fluttust fjómm árum síðar til Winnipeg og
rúmu ári seinna til Dakota (N. Dakota) og ílentust þar.
Dó Jón í Esmond, N. Dakota, 11. maí 1911, en Rósa 20.
maí 1937 á heimili dóttur sinnar (Mrs. Miller) í Mil-
waukie, Oregon, háöldrað.
Þau hjón komu mikið við sögu tslendinga vestan
hafs á landnámsárunum; var heimili þeirra í Winnipeg
miðstöð íslenzkrar félagslegrar starfsemi, eitt af tveim
svonefndum Islendingahúsum á Aðalstræti bæjarins, og
lýsir séra Friðrik J. Bergmann því á þessa leið:
“Jón Þórðarson mun hafa orðið til þess fyrstur manna
að hlynna að því, að Islendingar í Winnipeg hefðu dálít-
inn félagsskap með sér, góðum siðum og íslenzkri þjóð-
rækni til eflingar. Á því húsinu, sem þau hjón veittu for-