Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 72
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
gren, af sænskum ættum, árið 1905. Síðar var hann árum
saman skólastjóri í Northwood og Mayville, N. Dakota.
Árið 1913 fluttist hann með fjölskyldu sinni vestur til
Oregon-ríkis og varð þar skólastjóri í bæjunum Lebanon
og Bend í nokkur ár. Fimm árum síðar settust þau að í
bænum Corvallis þar í ríkinu, til þess að gefa bömum
þeirra hjóna tækifæri til skólagöngu á Oregon State Col-
lege þar í borg. Stundaði Franklin fasteignasölu eftii'
það, en lét sig þó uppeldismál skipta, því að hann stofn-
aði fyrsta Skátafélag drengja þar í borg. Hann var einnig
góður stuðningsmaður kirkju sinnar, Methodistakirkjun
nar.
Auk ekkju Franklins, lifa hann tvö böm þeirra hjóna,
Glynn sonur þeirra, búsettur í Portland, Oregon, og
dóttir þeirra, Mrs. Mark Briggs, búsett í Honolulu, Ha-
waii; einnig lifa hann tvær systur hans, Mrs. R. D. Swen-
gel (Ingibjörg, Emma), í Portland, og Mrs. R. E. Miller
(Ólöf), í Milwaukie, Oregon.
Franklin Thordarson var bæði ágætlega menntaður
maður og bókmenntahneigður að sama skapi. I tóm-
stundum sínum fékkst hann við ljóðagerð, “til hugar-
hægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar”, að því er
Ingibjörg systir hans tjáir mér, og fór hann í því efni að
dæmi fjölmargra landa sinna fyr og síðar. Þó vöktu sum
kvæði hans nokkra athygli, meðal annars eitt þeirra, sem
hann birti í blaðinu The Oregonian, og hann var beðinn
að lesa í útvarp. Og að minnsta kosti einu af kvæðum
hans hefir verið snúið á íslenzku; er það kvæðið “Hún
mamma”, sem kom í þýðingu Páls Bjamasonar í Heims-
kringlu (jólablaðinu, 12. des. 1934). Þykir mér fara vel á
því að fella það inn í þessa minningargrein, því að það
bregður birtu á innræti höfundarins og þann hug, sem
hann bar til hinnar mikilhæfu móður sinnar, skörungs-
konunnar Rósu Jónsdóttur: