Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 73
ALMANAK
75
Sú bezta eign, sem nokkur á.
Það orð, er mýkst á tungu lá,
sú gjöf, er enginn gjalda má:
Hún Mamma.
Hver hirti betur börnin smá ?
Hver bennti gullna reglu á ?
Hver lagði hönd á heita brá ?
Hún Mamma.
Hver kenndi þeim, sem ungur er
að iðja, biðja’ og leika sér,
og efna skyldur eins og ber ?
Hún Mamma.
Hver heimsins þyngstu byrði bar,
en blessun stráði hér og þar;
og hver í raunum viðstödd var ?
Hún Mamma.
Hver vakti dýpsta ást hjá oss ?
Hver á hinn fyrsta og síðasta’ koss ?
Hver fær án efa eilíft hnoss ?
Hún Mamma.
Mun og Franklin hafa kippt í kyn til móður sinnar
um skapgerð, því að honum er svo lýst, að hann hafi verið
aðsópsmaður í skólastjórn sinni, röggsamur, reglufastur
og kröfuharður, en réttsýnn og ágætur kennari. Naut
hann mikilla vinsælda í starfi sínu, og hefi eg það eftir
traustri heimild, einum samkennara mínum á ríkishá-