Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 74
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
skólanum í Norður Dakota, sem ólst upp í Northwood
og var þar í barnaskóla á kennsluárum Franklins, að
hann sé talinn einhver allra áhrifamesti skólastjóri, sem
þar hafi verið. Er það einnig til marks um það álit, sem
hann naut, að hann var á þeim árum einn af fjórum ken-
nurum í ríkinu, sem kosinn var í nefnd til þess af hálfu
Kennarafélags ríkisins, að semja kennsluskrá um nám í
kristnum fræðum (“A Syllabus for Bible Study”) í gagn-
fræðaskólum þess, er var víða notuð í umræddum skól-
um. En hann var eigi aðeins lærdómsmaður, eins og þeg-
ar hefir verið getið, heldur einnig á yngri árum fjöl-
hæfur íþróttamaður.
Franklin T. Thordarson er annars svo lýst, að hann
hafi verið strangur bindindismaður, gæddur ósveigjan-
legri réttlætistilfinningu, en jafnframt göfuglyndur mað-
ur, góðviljaður, hjálpfús og greiðvikinn. Hann var, með
fáum orðum sagt, maður heilsteyptur í lund, sem skipaði
sess sinn vel og naut virðingar samferðasveitarinnar.