Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 85
ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR
Séra Jón Bergsson í Einholti
(Eftir frásögn Jóns Þorvaldssonar 1905)
Eftir B. J. Hornfjörð
Séra Jón Bergsson var prestur að Einholti á Mýrum
við Homafjörð (1827-1852). Kona hans var Sigríður Eir-
íksdóttir bónda í Hoffelli í Nesjasveit við Homafjörð.
Hún var systir Vilborgar konu séra Magnúsar Bergsson-
ar, er varð prestur að Eydölum í Breiðdal í Suðuf-Múla-
sýslu 1868.
Fimm vom börn séra Jóns Bergssonar og Sigríðar,
tvær dætur og þrír synir; einn af þeim var Eiríkur vice-
prófastur á Garði í Kaupmannahöfn. Annar var Þórður
hafnsögumaður, er var oft með strandmælingaskipinu
“Díana” við Island. En dætumar og einn sonur fóm til
Canada; em þau dáin í Nýja-lslandi fyrir mörgum ámm.
Þórður fórst með skipinu “Vorsíldinni” á leið frá Eski-
firði til Papóss 1896. Eiríkur viceprófastur er einnig löngu
dáinn, sem kunnugt er.
Einholtsprestakall var fremur rýrt, en samt hafði það
dálítinn trjáreka, og ekki ósjaldan fiskreka á fjörur sínar
seinni part vetrar.
Séra Jón hafði verið einkennilegur,bæði utan kirkju og
innan, en vel liðinn í presakalli sínu, þó kennimaður væri
hann lélegur, en á þeim ámm voru menn ekki kröfu-
harðir gagnvart prestum sínum. Verðiu- hér svolítið
minnst prestverka hans.