Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 87
ALMANAK
89
hendur, þá mynduð þið kjósa einhvern fyrir herforingja,
og myndi eg verða fyrir því vali. Ég myndi verja ykkur,
eins og móðir ver unga sína. Þá myndi eg taka handbók-
ina í aðra hönd, en kaleikinn í hina, ganga hér upp á bak-
kana, veifa handbókinni og súpa á kaleiknum. Það myndu
Suðursveitamenn sjá og segja: Þeir eru farnir að drekka
stríðsöl, látum okkur hverfa heim!—Þannig myndi eg með
Guðskrafti aftur snúa óvinunum.”
Þá Eiríkur sonur hans var uppvaxandi piltur í Ein-
holti, komst það inn í höfuð prests, að hann væri að sækj-
ast eftir einni af vinnukonunum, er var á prestssetrinu.
Þá var siður að sumri til, er hlöður voru orðnar hálffull-
ar af heyi um heyskapartímann, að vinnufólkið svaf í
hlöðunum. Eiríkur var þá farinn að vinna að slætti með
vinnumönnum, og svaf með vinnufólkinu í hlöðunni.
Hugsar prestur nú með sér að komast eftir þessu með
vissu um Eirík son sinn og vinnukonuna, með því að læð-
ast í hlöðuna, þá fólkið þar er gengið til náða. En Eirík-
ur sér, þar sem hann liggur í hlöðunni, að maður kemur
inn um hlöðudymar og leggst hjá litunarkymu, sem var
þar í heyinu í einu hlöðuhorninu. Sá Eiríkur að þetta
var faðir hans. Um morguninn kom vísa á gang um rek-
kjustúlku prestsins í heyhlöðunni:
“Eitt í ljóðum eg vil tjá,
þó efnaleysið hamli.
Litunarkymu liggur hjá,
lærifaðirinn gamli.”
Talið er, að Eiríkur hafi ort vísuna, en af presti er
það eð segja, að hann hætti að sækja hlöðuna heim í
njósnarerindum um son sinn.
Beiningamönnum, sem talsvert var til af á þeim árum,
vildi hann líkna. Eitt sinn sem oftar var förinnaður þar