Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 88
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
á ferð. Séra Jón fór til konu sinnar, í þeim erindum, að
hún gæfi honum bita; en maddaman kvað slíkt varla til,
sem taka mætti frá heimilisfólkinu. Sagði þá prestur
henni, að gefa beiningamanninum sitruna úr askinum
sínum, hann gæti vel lifað á blávatni í dag.
Á sjó reri prestur, og var formaður á skipi sínu. Var
búi hans mikill styrkur að því úthaldi, enda mun hann
að eðlisfari hafa verið gefinn fyrir sjómennsku. Eins og
vanalega er með sjóferðir á opnum bátum, var oft tví-
sýnt um að ná landi, en hann hafði látið slíkt lítið á sig
fá. Þótti hann yfirleitt góður sjómaður.
Séra Jón var prestur í 25 ár, varð 50 ára gamall og
andaðist í Einholti.
* O
Um sögumann sinn fer skrásetjandi ofangreindrar
frásagnar þessum orðum í meðfylgjandi bréfi til undir-
ritaðs:
“Þessi frásögn er frá Jóni sál. fræðimanni Þorvalds-
syni, er lézt hér í Framnesbyggð 1906. Skrifaði eg á þeim
árum sagnir, er hann sagði mér, og voru sumar af þeim
teknar í Sögu Þ. Þ. Þorsteinssonar. Jón Þorvaldsson var
lengi vinnumaður hjá fræðimanninum séra Jóni prófasti
Jónssyni, þá í Bjarnanesi, síðar að Stafafelli í Lóni, og
andaðist þar 1920.”
Ritstj.