Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 89
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal Islendinga í Vesturheimi.
-1948-
13. des.—Ungfrú Ása Guðjohnsen (dóttir þeirra Bald-
urs Guðjohnsen (d. 1933) og Salome konu hans) frá Se-
attle, Wash., krýnd “Drottning ljóssins” (“Lucia”), í Stokk-
hólmi í Svíþjóð, en hún varð þeirrar sæmdar aðnjótandi
eftir að hafa borið sigur úr býtum í víðtækri samkeppni
meyja af Norðurlandaættum í heimaborg sinni.
Des.—Um þær mundir sæmdi hermálaráðuneytið í
Ottawa Major Njál Ófeig Bardal (son þeirra Arinbjamar
S. Bardal og Margrétar konu hans) í Winnipeg heiðm-s-
merkinu “Long Service and Efficiency Medal” fyrir langa
og dygga herþjónustu.
-1949-
5. jan.—Blaðafregnir í Winnipeg skýra frá því, að ný
útvarpsstöð muni taka til starfa þar í borg á komandi
hausti, og að einn aðalmaðurinn, sem að fyrirtækinu
standi, sé Norman S. Bergman lögfræðingur (sonur Hjál-
mars A. Bergmans, fyrrum yfirréttardómara í Manitoba-
fylki, og Emilíu konu hans.).
8. jan.—Átti Ólafur Pétursson, fasteignasali í Winni-
peg, sjötugsafmæli. Hann hefir tekið mikinn þátt í vest-
ur-íslenzkum félagsmálum og um mörg undanfarin ár
átt sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sem skjala-
vörður þess.
15. jan.—Elliheimilið “Stafholt” í Blaine, Wash., vígt